Rjómaostafyllt konfekt

Ég hef verið að leika mér með þessa uppskrift og er þessi moli kominn í uppáhald. Það er auðveldlega hægt að breyta fyllingunni eftir smekk. Það er til dæmis hægt að setja líkjör, appelsínubörk eða myntu essens. Gott er að frysta molana til að eiga tilbúna þegar gestir ber að garði. Ég hef einnig gert hollari útgáfu af þessum molum og set þá sukrin melis í stað sykurs og léttan rjómaost… Nú er bara leika sér og prufa sem flestar gerðir og njóta.

cropped-12015102_10153685032944252_6470566556074196799_o.jpg

Mynd Íris Ann

Rjómaostafyllt súkkulaðikonfekt

Rjómaostur og súkkulaði er ástarsamband sem allir þurfa að kynnast! Úr þessari uppskrift verða til um 25 molar – og trúðu mér, þeir hverfa hratt.

  • 100 gr rjómaostur (best ef hann er við stofuhita)
  • 1 – 1 ½ msk sykur (1 msk sukrin melis)
  • ½ tsk vanillu essens
  • 1 tsk ferskur lime safi
  • ½ tsk rifinn börkur af lime
  • 2 ½ bolli 70% súkkulaði eða suðusúkkulaði
  • 2 tsk matarolía
  • nokkur korn af sjávarsalti á hvern mola
  1. Byrjið á að blanda saman rjómaosti, vanillu essens, sykri, rifinn börk ásamt safa úr límónu og blandið vel saman í skál.
  2. Setjið í sprautupoka (ég elska einnota sprautupokana sem fást í IKEA) og geymið í kæli á meðan súkkulaðið er undirbúið. Það er mun auðveldara að vinna með fyllinguna ef hún hefur aðens náð að stirðna.
  3. Hitið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við matarolíuna.
  4. Þegar súkkulaðið er tilbúið hellið þið helming í sprautupoka og sprautið í lítil konfektform, aðeins skal sett botnfylli.
  5. Setjið formin í ísskáp.
  6. Þegar súkkulaðið hefur harðnað í ísskápnum er fyllingu sprautað í miðjuna og afgangurinn af bráðna súkkulaðinu sprautað yfir og að lokum eru nokkrar sjávarsaltsflögur settar yfir.
  7. Kælið og njótið svo þegar molinn er orðinn vel kaldur. Gangi ykkur vel að borða ekki allt boxið….

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *