Þessar smákökur eru í hollari kantinum en svíkja engan. Eintóm hamingja og ekkert samviskubit, það er að segja ef þú getur takmarkað neysluna við tvö stykki á dag. Gangi þér vel með það.
Stevíustubbar
Þú ræður hvort þú notar strásætu t.d. frá Via Health og sykurlaust súkkulaði eða hrásykur, hunang og 70% súkkulaði.
- 1 stórt egg
- 120 g fínmalað spelt
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanilla/vanilludropar
- 100 g kókosolía (brædd)
- 70 g stevíu-strásæta frá Via Health eða hrásykur (eða hunang (eða döðlumauk – á eftir að prufa það))
- 30 dropar karamellu-stevía frá Via Health
- 100 g haframjöl
- 50 g kókosmjöl
- 50 g saxaðar salthnetur
- 100 g saxað súkkulaði (sykurlaust eða 70%)
- 70 % Meira súkkulaði til að hjúpa – dökkt mintusúkkulaði frá Green & Black‘s er æði
- Öllu er hrært vel saman með sleif og kúlur mótaðar. Deigið á það til að loða illa saman en þá er bara að hnoða það aðeins í höndunum.
- Kúlurnar eru settar á plötu og þrýst ofan á þær með spaða.
- Bakað við 180 gráður í 10-12 mínútur.
- Kælið.
- Bræðið auka súkkulaði og stingið annarri hliðinni á kökunum ofan í og látið storkna á bökunarpappír.
- Geymist í kæli.
Þessar kökur eru bestar eftir sólahring í kæli og geymast vel í kæli eða frysti.