Brownies með saltri karamellu

Í þessum syndsamlega góðu bitum er allt sem mér finnst gott í kökum. Suðusúkkulaði, sölt karamella og pekanhnetur. Þessar elskur stoppa stutt við og ég er ansi oft beðin um uppskriftina. Það þarf ekkert að ræða þessar elskur neitt frekar. Salt, súkkulaði og karamella! Herre gud!

 

Brownies bitar með saltri karamellu og pekanhnetum
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 75 gr smjör
  2. 100 gr suðusúkkulaði
  3. 3 egg
  4. 3 dl sykur
  5. 1 1/2 dl hveiti
  6. 1 tsk salt
Karamella
  1. 100 gr smjör
  2. 1 1/2 dl púðusykur
  3. 1-2 tsk salt
  4. 2-3 msk rjómi
  5. 1 bolli gróft saxaðar pekanhnetur
Leiðbeiningar
  1. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og setjið svo til hliðar.
  2. Þeytið eggin og sykurinn vel saman þar til blandan er fallega ljósgul.
  3. Bætið þurrefnum saman við.
  4. Hellið súkkulaðiblöndunni útí og blandið rólega en vel saman.
  5. Hellið í ferkantað mót sem búið er að smyrja vel.
  6. Bakið í 15 mínútur við 180 gráðu hita, dreifið söxuðu hnetunum yfir heitu kökuna og hellið svo karamellunni yfir og bakið aftur í 15 mínútur.
Karamella
  1. Setjið smjör og púðursykur saman í pott og hrærið stanslaust þar til falleg karamella fer að myndast.
  2. Bætið þá saltinu og rjómanum út í og hrærið vel saman.
Athugasemdir
  1. Gott er að láta kökuna standa og kólna alveg áður en hún er skorin í bita, jafnvel setja hana aðeins í ísskápinn. Þessi kaka geymist vel og hana má vel gera daginn fyrir áætlað át.
EatRVK https://eatrvk.is/

20 Comments on “Brownies með saltri karamellu

  1. Sælar
    Það er 3 dl sykur, afsakið þetta 😉 Gerist ekki aftur
    Kv.
    Linda

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *