Millimál detoxarans

Að detoxa getur verið hundleiðinlegt og jafnvel vikuhreinsun getur virðst heilt ár enda er verið að kveðja marga ansi ávanabindandi vini sína. Þar sem við hjá Eat erum nú að standa fyrir vikulangri janúar-hreinsun ásamt hátt í 1000 lesendum okkar vildi ég deila með ykkur uppáhalds millimálsbitum mínum í detoxi. Þessi ljúfmeti fara vel með kroppinn og slá sykurpúkann utanundir. 

20160113_112837

  • Melónusalat. Einfalt, gott og holt! Vatnsmelóna, fersk minta og bláber.
  • Mangó og granatepli eru æðislegt par.
  • Chiagrautur með bláberjum. 2 dl heimagerð möndlu- hesilhnetu- eða kókosmjólk, 2 msk chiafræ, 2 saxaðar döðlur og nokkur bláber. Æði! Hrist saman í krukku og geymt í kæli í að lágmarki 15 mín.

sitronu

  • Vatn er ekki bara vatn. Bættu ávöxtum og ferskri mintu og engifer út í og þá erum við að dansa.
  • Eplaskífa með lífrænu hnetusmjöri/möndlusmjöri/kasjúsmjöri án viðbættra aukaefni er dúndur!
  • Gojiber, döðlur, hnetur og fræ eru gott og seðjandi millimál. Athugaðu bara að lesa utan á hvort nokkuð viðbætt er í pokunum. Gott er að hafa smá skammt í krukku í veskinu. 
  • Kókoschailatte. Sweet chillí eða chai te fást víða. Lífræn og án aukaefna og koffíns. Slík te eru sæt og huggandi í kulda og drama. Ekki skemmir að setja smá sæta kókosmjólk út í.
  • 1 frosinn banani, 2 dl möndlu- eða kókosmjólk, 3 döðlur og 1 msk hnetusmjör. Allt í blender með nokkrum klökum og nammi namm! Einnig er gott að blanda frosnum vel þroskuðum banana við frosin jarðaber og bláber með litlum sem engum vökva (ef þú átt nægilega öflugan blender) en þá verður afraksturinn eins og ís!
  • Svo tek ég stundum rúnt í „betri“ matvöruverslanir og fer beint í grænmetis- og ávaxtadeildina og vel mér eitthvað sem ég kaupi ekki venjulega til að flippa upp matseðilinn. T.d. drekaávöxt, ástaraldin, ferskan aspas eða papaya. Eða bara appelsínu ef hún lítur vel út. Það skiptir miklu máli að velja það sem er ferskast hverju sinni frekar en það sem maður ætlaði að kaupa.

 

6 Comments on “Millimál detoxarans

  1. Góðan dag
    Takk fyrir góðar uppskriftir og flott framtak hjá ykkur, en er hægt að fá matseðilinn fyrr á kvöldin? Þá gæti maður útbúið drykkina á kvöldin. Það er svolítið strembið að gera þetta á morgnanna

  2. Pingback: Detox planið í heild sinni | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *