New York múffur með karmellutoppi

_DSC7270 _DSC7272

Í einni af heimsóknum mínum til New York fékk ég bestu múffur sem ég hef fengið. Þær voru sætar og bragðmiklar með karamellukeim sem ég get ekki gleymt. Þar sem ég gat ekki fengið uppskriftina hef ég verið að reyna búa hana til. Ég held mér hafi loks tekist það í þessari uppskrift. Þessar múffur eru dúnmjúkar með stökkum karmellutoppi sem toppar allt. Engifermímósa (freyðivín og epla- og engifersafi ) er fullkomin með þegar vinirnir kíkja í sunnudagsbröns.

New York múffur með karmellutoppi
Ljúffengar og bragðgóðar bananamúffur með karmellutoppi sem toppar flest!
Skrifa umsögn
Prenta
Múffur
  1. 1 1/2 bolli hveiti
  2. 1 tsk matarsódi
  3. 1 tsk lyftiduft
  4. 1/2 tsk salt
  5. 3 vel þroskaðir bananar
  6. 3/4 bolli sykur
  7. 1 egg, vel þeytt
  8. 1/3 bolli bráðnað smjör
Karamellutoppur
  1. 1/3 bolli púðursykur
  2. 2 msk hveiti
  3. 1/3 tsk kanill
  4. 1 msk smjör við stofuhita
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190 gráður.
  2. Setjið 17-20 form í bakka. Kökurnar lyftast nokkuð vel.
  3. Blandið saman í stóra skál hveitinu, matarsóda, lyftiduftinu og salti.
  4. Hrærið saman í aðra skál egginu, banönunum, smjörinu og sykrinum.
  5. Blandið bananablöndunni við þurrefnin með sleif.
  6. Setjið í form og gerið toppinn.
Toppur
  1. Öllu er blandað saman í skál fyrir toppinn og blandað vel saman með gaffli eða fingrum, þetta á að vera grófur mulningur.
  2. Toppurinn settur á deigið í formum og kökurnar því næst bakaðar í 18-20 mínútur.
Athugasemdir
  1. Fyrir barnaafmæli eða veislur geri ég þessa uppskrift sem litlar múffur (bitastærð) og fæ þá um 50 stk. úr einni uppskrift.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *