Sykurlaust döðlugott

 

_DSC7301

Mynd: Íris Ann

Ég bauð ykkur að „skora“ á okkur hjá EatRVK með því að senda okkur uppáhalds sykruðu uppskriftina ykkar og við myndum „afsykra“ hana. Döðlugott var sú fyrsta sem varð fyrir valinu en við birtum uppskrift af slíkri sykurbombu fyrir jól sem var afskaplega vinsæl. Afsykraða týpan tókst merkilega vel og hefur horfið óþægilega hratt úr kökudunknum.

20160213_103105-1 (2)

20160213_105134-1 (2)

dodlu

Sykurlaust döðlugott
Bragðmiklir og skemmtilegir bitar.
Skrifa umsögn
Prenta
Botn
  1. 300 gr mjúkar döðlur
  2. 2 dl kókosolía
  3. Sjávarsalt
  4. Góð vanilla - duft eða dropar
  5. 1 msk ósætt kakó
  6. 75 gr kínóapuffs
Millilag - eitthvað af eftirfarandi
  1. Rúsínur
  2. Kókosflögur
  3. Gojiber (geggjað)
  4. Salthnetur
  5. Kakónibbur
  6. Möndlur
  7. Valhnetur
  8. Pekanhnetur
  9. Heslihnetur
  10. Örlítið salt
  11. Bananaskífur
Bráð
  1. 120 gr hnetur- eða möndlusmjör
  2. 80 gr kakósmjör
  3. 80 gr ósætt kakó
  4. 35 dropar vanillu- eða karamellustevía
  5. Salt á hnífsoddi
  6. 2 msk hunang (ef þú ert ekki alveg sykurlaus) eða fibersíróp (sykurlaust) - eða 4 ferskar döðlur- má sleppa
Leiðbeiningar
Botn
  1. Döðlurnar eru lagðar í bleyti í sjóðandi heitu vatni í 10 mínútur.
  2. Vatninu er hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél ásamt kakó, vanillu, fljótandi kókosolíu og klípu af sjávarsalti.
  3. Vélin er látin hamast þar til úr verður kekkjalaus karamella.
  4. Þá er kínóapuffsinu hrært varlega saman við þar til úr verður þykk og falleg blanda.
  5. Setjið bökunarpappír eða plastfilmu í botninn á kassalaga móti (t.d. eldföstu móti) og setjið í frysti á meðan bráðin er útbúin.
Bráð
  1. Kakósmjör og hnetusmjör er látið bráðna í potti við vægan hita.
  2. Þegar smjörið er albráðið fer kakóið, stevían, hunangið/sírópið og saltið út í pottinn. Hrærið vel með gaffli og slökkvið undir.
  3. Mótið er tekið úr frysti og millilag sett ef vill. Ég notað hnetur, gojiber, kókos og kakónibbur en í raun er fínt að nota bara það sem þú átt. Salthnetur og rúsínur gætu verið gott flipp líka.
  4. Súkkulaðinu er svo hellt yfir og mótið sett inn í fyrsti í að lágmarki 1 klst.
  5. Því næst er hægt að kippa gleðiklumpnum upp og skera í mola!
Athugasemdir
  1. Geymist best í frysti.
EatRVK https://eatrvk.is/

7 Comments on “Sykurlaust döðlugott

  1. Er det muligt at skrive det på engelsk, ell på en måde så Google translator kan oversætte hvad der står i opskriften

  2. hæ er þetta virkilega 80 gr af kakói í bráðinni ? mér finnst það svo mikið 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *