Magnaður morgundrykkur

Þessi dásamlega uppskrift kemur frá Sæunni Ingibjörgu Marinósdóttur en hún heldur úti síðunni Hugmyndir að hollustu. Sæunn galdrar þar fram skemmtilega og næringarríka rétti en hún er hafsjór af hugmyndum og fróðleik. Ég rakst á góðan pistil um djúsa sem hún skrifaði. Kíkið endilega á hann. Þennan græna morgundrykk heldur Sæunn mikið upp á og ég get staðfest að hann er hrikalega hress og góður!

Græni morgunþeytingurinn
Skrifa umsögn
Prenta
Grunnur
  1. 2-3 dl sykurlaus möndlumjólk
  2. 1 mæliskeið Sunwarrior Warrior Blend vanilluprótein
  3. 1 msk hörfræ sem hafa legið í bleyti yfir nótt
  4. 1-2 brasilíuhnetur
  5. 1-3 stilkar grænkál (stöngullinn fjarlægður)
  6. 1/2-1 lífræn pera eða handfylli frosin bláber
Viðbót fyrir þá sem vilja meiri virkni
  1. 1/2-1 tsk kanill
  2. 1/2-1 tsk túrmerik
  3. 1 hylki Now 50 billion gerlar
Leiðbeiningar
  1. Öllu blandað rækilega saman.
  2. Gerlunum hrært út í eftir á eða hylkið gleypt með.
  3. Voilá! Ljúffengur og nærandi morgunmatur.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *