Hreinsandi graskers- og túrmeriksúpa

20160826_204423Þessi súpa er fljótgerð, saðsöm og holl. Hún er einstaklega „politically correct“, þ.e. hún hentar matvöndum mönnum og börnum og er glútenlaus og vegan. Hana má vel frysta og geyma til kaldra vetrakvölda. Súpuna toppaði ég með ferskum sprettum sem nágranni minn og vinur Stefán Karl kom með handa mér að smakka. Sprettunar komu í bakka sem ég skellti bara út í glugga og klippi síðan smá af eftir þörfum. Í bakkanum var blanda af meðal annars basilsprettum og rauðsprettum. Stórkostlega ferskt og flott. Ég elska þegar fólk fær hugmynd og lætur vaða! Af hverju gerum við það ekki öll oftar? Vel gert, Stefán Karl – ég dáist að þér!

IMG_20160816_144046

IMG_20160816_142330

Mynd: Tobba Marinósd

Graskers- og túrmeriksúpa
Hreinsandi og meinholl súpa sem kætir kroppinn!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 laukur
  2. 1 geiralaus hvítlaukur
  3. 1 stór sæt kartafla
  4. 4 vænar gulrætur
  5. 1/2 grasker
  6. 1/3 tsk malað túrmerik
  7. 1 cm ferskt engifer
  8. 1 bolli kókos- eða möndlumjólk til drykkjar
  9. 1 ltr vatn
  10. 1 msk lífrænn grænmetiskraftur án aukaefna (Rapunzel er með glútenfrían kraft)
  11. 1 lítill blómkálshaus
  12. Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið á pönnu.
  2. Sjóðið gulræturnar, kartöflurnar og graskerið uns mjúkt.
  3. Setjið laukblönduna og grænmetisblönduna í pott með 1 lítra af soðnu vatni.
  4. Bætið við kraftinum, engiferinu og kryddinu.
  5. Látið malla í korter.
  6. Maukið allt með töfrasprota.
  7. Saxið blómkálið (hrátt) og bætið út í súpuna og látið malla í korter í viðbót.
  8. Toppið með sýrðum rjóma eða vegan rjómaosti og fersku kryddi eftir smekk. Ég notaði sprettur.
EatRVK https://eatrvk.is/

3 Comments on “Hreinsandi graskers- og túrmeriksúpa

  1. Góðan dag. Nafnið á þessari súpu er heldur betur villandi.
    Ég var með blett í gólfteppinu í stofunni sem ég gat með engu móti losnað við. Þá sá ég þessa hreinsandi súpu á síðunni hjá ykkur. Ég prófaði þetta og nú er teppið ónýtt. Það komu hingað teppa hreinsunar menn og sögðu mér að turmerik og gulrætur væru eitt það erfiðasta að ná úr teppum. Hvernig er það berið þið enga ábyrgð á þessum fullyrðingum ykkar?

    • Hreinsandi fyrir kroppinn ekki teppið;) , þetta er uppskriftarsíða! Hef heyrt matarsódi sé góður til að þrífa teppi, en súpur ættu bara vera borðaðar…..

  2. Á þetta að vera eitthvað grín!? Teppið er ónýtt, þetta er gríðarlega erfitt fyrir okkur hér í Garðabænum. Ég yrði sátt með að skipta kostnaðinum jafnt á milli okkar. Ég er búin að prófa matarsódann en það gekk ekki. Tók heillangan tíma að ryksuga hann uppúr teppinu!

    https://gudrungugga71.imgur.com/all/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *