Krydduð bláberjasulta

_DSC4259Þetta er langbesta bláberjasultan að mínu mati, hún er hreinlega dýrðleg með öllu! Hún er til dæmis snilld með paté, á vöfflurnar, kjötið og pönnukökurnar. Ilmurinn í eldhúsinu þegar hún er að mallast í pottinum er hreinn unaður og það er ekki síðra að borða hana.

Krydduð bláberjasulta
Dásamleg bláberjasulta sem kryddar lífið.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 750 gr bláber
  2. Safi úr einni sítrónu
  3. 800 gr sykur
  4. 1/4 tsk negull
  5. 1/4 tsk kanill
  6. 1/4 tsk allrahanda krydd
  7. 2 anis stjörnur
  8. 2 msk sultuhleypir
  9. 2 msk sykur
Leiðbeiningar
  1. Setjið bláber og sítrónusafa í pott og látið sjóða í 5 mínútur.
  2. Takið pottinn af hellunni á meðan sykrinum og kryddi er blandað saman við.
  3. Setjið pottinn aftur á helluna og látið malla þar til sykurinn er alveg uppleystur.
  4. Blandið saman sultuhleypi og sykri og stráið yfir blönduna og látið malla aðeins lengur eða þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Hellið í tandurhreinar krukkur og lokið strax
Athugasemdir
  1. Í staðinn fyrir sultuhleypi og sykur má nota sultusykur. Úr þessari uppskrift fást 4-5 krukkur.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *