Mexíkóskir kjúklinganaggar með hunangs-sinnepssósu

Drengirnir mínir eru mikið fyrir kjúkling og það er alltaf gaman að gera nýja kjúklingarétti fyrir þá. Um daginn voru lundir á tilboði í Nettó svo ég keypti helling í frystinn og því eru þær oft í matinn þessa dagana. Þessi réttur varð til því tveir elstu drengirnir elska nagga en eru svo óheppnir að mamman vill aldrei kaupa þá. Því gerðum við okkar eigin og drengirnir hafa ekki beðið um tilbúna nagga eftir það. Gott er að gera stóran skammt af þessum gullnu bitum og nota í salat næsta kvöld eða sem nesti í vinnuna.

img_8254-2

 

Mexíkóskir kjúklinganaggar með hunangs-sinnepssósu
Dásamlegir naggar sem allir í fjölskyldunni borða.
Skrifa umsögn
Prenta
Naggar
  1. 600 gr kjúklingalundir
  2. 3 egg
  3. 1/2 bolli hveiti
  4. Salt og pipar
  5. 1 poki svart Doritos eða aðrar salsaflögur
Sósa
  1. 1/2 dós sýrður rjómi
  2. 2-3 msk hunangs-dijon sinnep
  3. 1 msk hunang
Naggar
  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Setjið hveiti í skál og kryddið með salti og pipar.
  3. Þeytið eggin vel saman í annari skál.
  4. Setjið flögurnar í matvinnsluvél og setjið þær svo í þriðju skálina.
  5. Veltið lundunum fyrst upp úr hveitinu, svo egginu og að lokum Doritos mylsnunni og setjið á smjörpappír.
  6. Þegar allar lundirnar eru tilbúnar eru þær bakaðar í ofni við 180 gráður í 25-30 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
Sósa
  1. Öll hráefni sett saman í skál og þeim blandað vel saman.
Athugasemdir
  1. Þessi naggar eru líka snilld í salat og hægt er að nota sósuna sem dressingu.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *