Ég er búin að vera með súpuæði síðustu vikur og hollar, djúsí og ódýrar súpur hafa verið í miklu uppáhaldi. Þessi súpa er í fyrsta sæti sem stendur, börnin mín elska hana, hún er stútfull af hollustu og mjög saðsöm. Svo er auðvitað snilld að taka afganga með sér í vinnuna eða jafnvel gera góða pastasósu. Það sem gerir þessa súpu sérstaklega góða er að grænmetið er ofnbakað áður en það er sett í súpuna og við það verður bragðið af grænmetinu sértaklega gott. Með þessari súpu hef ég brauðið góða sem er hér á síðunni. Þar sem mánudagar er oft kallaðir kjötlausir dagar þá ætla ég að reyna setja inn hollar og góðar grænmetis- og/eða vegan-uppskrifitir á mánudögum næstu vikur, sérstaklega í desember þar sem jólaboð og hlaðborð tröllríða öllu og maginn oft kominn í ólag á sjálfum jólunum.
Mikið hljómar þessi vel. Hlakka til að prófa.
Hvernig grænmetissoð notar þú? Vatn og tening eða?
Ég nota hvort sem er, en í þetta sinn notaði ég frá Sollu;)