Appelsínu og ostaköku jólaboltar

Appelsínu og ostaköku jólaboltar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 35 stk ískex frá Lindu
  2. 100 gr hreinn rjómaostur
  3. 1 msk möndlusmjör
  4. 1 - 2 plötur Siríus appelsínusúkkulaði dökkt
Leiðbeiningar
  1. Ískex, rjómaostur og möndlusmjör sett saman í matvinnsluvél og blandað vel saman, eða þar til það er eins og deig
  2. Mótið litla bolta og setjið í kæli
  3. Bræðið súkkulaðið og dýfið boltunum í og setjið á bökunarpappír
  4. Kælið og njótið
Athugasemdir
  1. Ef deigið er of þurrt er gott að setja aðeins meira rjómaost eða möndlusmjör.
EatRVK https://eatrvk.is/
pickerimage-9Þessir jólaboltar eru mjög einfaldir, ódýrir og bragðgóðir. Það þarf ekki að baka þá og tekur lítinn tíma að gera. Aðeins þarf fjögur hráefni í þessa bolta og leynihráefnið í þessa jólabolta er gamla góða ískexið frá nöfnu minni Lindu. Auðvitað má nota annað kremkex en það er svo dásamlegt bragð sem kemur af ískexinu sem passar fullkomlega með appelsínusúkkulaðinu og möndlusmjörinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *