Þessar krútt-kökur eru mjög einfaldar og gaman að leika sér með form og skraut. Þær hafa alltaf slegið í gegn í veislum og afmælum. Ég hef gert þessar kökur eins og íspinna fyrir safnanir hjá börnunum mínum og þær seljast alltaf vel. Það koma um 80-90 stykki úr einni uppskrift þegar ég nota smákökuform til að sker út. Hægt er að setja matarlit í sykurpúðablönduna ef þess er óskað. Það er hægt að gera þessar kökur vegan en þá nota ég vegan sykurpúða og smjörlíki. Þær geymast vel kæli.
Krútt-kökur
2017-04-10 09:17:08
Innihaldsefni
- 100 gr smjör
- 500 gr sykurpúðar
- 300 gr rice krispies
- 1 tsk vanilludropar
- 300 gr súkkulaði hjúpur eða annað gott súkkulaði
Leiðbeiningar
- Bræðið smjörið og sykurpúða í potti við vægan hita og hrærið vel í, gott er að gera þetta í stórum potti.
- Þegar blandan er orðin kekkjalaus er potturinn tekinn af og rice krispies blandað saman við
- Setjið smjörpappír á borð, hellið blöndunni á pappírinn, setjið aðra örk af smjörpappír yfir og þrýstið blöndunni niður. Gott er að nota kökukefli svo kökurnar verði jafnar.
- Notið smákökuform og skerið út kökur og kælið
- Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í, setjið á smjörpappír og kælið.
EatRVK https://eatrvk.is/