Súkkulaði-ostakökubrúnka sem sturlar bragðlaukana

Í miðjunni á þessum dýrðlegu brúnkum er unaðsleg osta­köku­fyll­ing með súkkulaðibit­um sem gleðja bragðlauk­ana sér­stak­lega. Oft­ast finnst mér þægi­leg­ast að gera þessa dýrðlegu bita í múffu­form­um eða múffu­ál­bakka þar sem auðvelt er að setja þá fal­lega á disk fyr­ir gesti, og maður fær fleiri bita úr upp­skrift­inni með þeim hætti. Þegar gestir hafa fengið þetta hjá mér er 100% að þeir byðja um uppskriftina og nú er kominn tími til að deila henni með ykkur hér á síðunni minni, en ég gerði þessa uppskrift fyrir síðuna Matur hjá mbl.is.

Súkkulaði-ostakökubrúnka
Unaðslegar Súkkulaði- ostakökubrúnkur sem allir verða prufa
Skrifa umsögn
Prenta
Topp­ur
  1. 200 g rjóma­ost­ur, við stofu­hita
  2. 75 g syk­ur
  3. 1 egg
  4. 200 g suðusúkkulaði, saxað
Deig
  1. 1 ½ bolli (230 g) hveiti
  2. 1 bolli (210 g) syk­ur
  3. ¼ bolli (30 g) gott kakó
  4. 1 tsk. mat­ar­sódi
  5. ½ tsk. salt
  6. 1 bolli vatn
  7. ½ bolli ólífu­olía
  8. 1 tsk. vanillu­drop­ar
  9. 1 msk. gott edik
Topp­ur
  1. Hrærið sam­an rjóma­osti, sykri og eggi.
  2. Þegar hrær­an er kekkjalaus og jöfn, bætið þá söxuðu súkkulaði út í og setjið til hliðar.
Deig
  1. Blandið í hræri­vél­ar­skál sam­an hveiti, sykri, kakói, sóda og salti.
  2. Þegar það er komið sam­an, slökkvið á vél­inni og setjið vatn, olíu, vanillu og edik sam­an við hveitið og hrærið ró­lega þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an. At­hugið að hræra ekki of mikið, mest 2 mín.
  3. Það er hægt að setja deigið í brúnku­form og hella þá helm­ingn­um af deig­inu í form sem búið er að pensla, setjið svo osta­kökutopp­inn á milli og rest af súkkulaðideig­inu yfir.
  4. Bakið í 35-40 mín­út­ur á 175 gráðum eða þar til deigið fest­ist ekki við prjón sem stungið er í.
  5. Ef baka á múff­ur, (sem mér þykir alltaf best:) setjið þið deigið í papp­írs­form (muff­ins, deigið er þunnt því er gott að vera með formin í muff­insál­bakka) ekki meira en 2/​3 full og setjið eina góða te­skeið af topp­in­um efst.
  6. Bakið í 15-20 mín­út­ur á 175 gráðum.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *