Húrrabitar

Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt fyrir veislur eða matarboð sem tekur lítinn tíma en bragðast vel og gleður alla. Þessir bitar eru tær snilld enda tekur lítinn tíma að gera þá, það þarf ekki að baka þá og hægt að gera þá nokkrum dögum fyrir matarboðið eða veisluna. Í minni fjölskyldu elska allir klassíska döðlugottið en þetta er nýja æðið, drengirnir mínir kalla þetta Húrrabita. Hnetusmjör, hvítt súkkulaði, rice krispies, sykurpúðar og lakkrís…..fullkomin samsetning. En það sem gerir þessa uppskrift svo dásamlega er að hægt er að leika sér með hana, bæta við frostþurrkuðum ávöxtum, kókos, lakkrísperlum eða því sem ykkur dettur í hug, endalausir möguleikar 😉 Ég er alltaf beðin um uppskriftina þegar ég mæti með þessa gleðibita og meira að segja hafa hnetusmjörshatarar elskað þessa bita. Nú er bar komið að ykkur að skella í þessa dýrðlegu bita eða leika ykkur og breyta þeim, en endilega látið okkur vita ef þið finnið nýja blöndu sem þið elskið. Það sem hefur vakið hvað mesta lukku er að setja saman við þessa bita einn poka af fylltum piparlakkrís kurli, fullkomin samsetning. 

Húrrabitar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 poki litlir sykurpúðar, fást t.d. í Söstrene Grene
  2. 2 bollar Rice Krispies
  3. 1/2 bolli mjúkt hnetusmjör
  4. 4 plötur hvítt súkkulaði
  5. Skreytt med lakkrísperlum frá Odense eða öðru merki og/eða bræddu súkkulaði.
Leiðbeiningar
  1. Blandið Rice Krispies og sykurpúðum saman í skál og setjið til hliðar
  2. Bræðið súkkulaði og hnetusmjör við vægan hita og blandið saman við Rice Krispies blönduna
  3. Skreytið með lakkrísperlum eða því sem ykkur dettur í hug
  4. Kælið og njótið
EatRVK https://eatrvk.is/

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *