Þessi uppskrift er og verður alltaf í uppáhaldi, því hægt er að breyta uppskriftinni eftir hentugleika og því sem til er hverju sinni og leika sér með hvaða ber eru notuð í bökuna. Þetta er þó besta samsetning sem ég hef gert og hún er ákaflega sumarleg og bragðmikil. Hún er matarmikil og dugar því fyrir gott matarboð, saumaklúbb eða annan skemmtilegan mannfögnuð. Gott er að bera hana fram með ís, þeyttum rjóma, sýrðum rjóma eða kókosrjóma. Það sem er sérstaklega þægilegt er að hægt að gera hana áður en boðið hefst sem getur sparað manni mikinn tíma.
Toppur:
2/3 bolli haframjöl
2/3 bolli heilhveiti
1/3 bolli púðursykur
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
90 g smjör, kalt skorið í litla bita
Fylling
2 epli, pink lady
2 stönglar rabarbari
1/2 bolli bláber
1/2 bolli brómber
Safi úr 1/2 appelsínu
1/3 bolli sykur
Gerið deigið fyrst.
Blandið öllum þurrefnum saman og klípið smjörið saman við blönduna, þar til þurrefnin hafa blandast smjörinu alveg. Geymið í kæli meðan fylling er gerð.