Dásamlegir Kasjú-kókos molar

_DSC6697

Dásamlegir kasjú-kókos molar
Dásamlegir molar sem við elskum að eiga í ísskápnum þegar sykurpúkinn kemur í heimsókn.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli kasjúsmjör
  2. 1/2 bolli kókos
  3. 1 msk hunang eða 1/2 - 1 msk mapel sýróp fyrir vegan-vini
  4. 1 msk kókosolía
  5. 2 plötur 70% súkkulaði
  6. Sjávarsalt
  7. Falleg konfektform
Leiðbeiningar
  1. Blandið saman kasjúsmjöri, hunangi eða mapel sýrópi og kókosolíu í pott við lágan hita. Blandið kókosi saman við blönduna. Setjið eina teskeið af blöndunni í form, þjappið aðeins ofan á svo blandan verði jöfn. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir hvern mola, setjið örlítið sjávarsalt á hvern mola. Geymist best í kæli.
Athugasemdir
  1. Fyrir þá sem ekki vilja kasjúsmjör er auðvelt að skipta því út og nota hnestusmjör eða möndlusmjör.
EatRVK https://eatrvk.is/
Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vilja hollara nammi, en þessir molar hafa verið í vinnslu hjá mér og nú eru þeir loksins orðnir fullkomnir. Ég verð að viðurkenna að þessir stoppa stutt í ísskápnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *