Orkuboltar – aðeins 3 hráefni

Þessir klikka ekki! Dísætir og góðir og stútfullir af hollri fitu og orku. Það er mjög auðvelt að gera þessar bolta og þeir eru sérstaklega góðir sem millimál, í nestisboxið eða bara eftir matinn. Krökkunum finnst líka gaman að fá að útbúa sínar eigin kúlur.

Súper einfaldir litlir orkuboltar
Fullkomnir sem millimál eða með kaffinu þegar sykurlöngunin gerir vart við sig. Svo er um að gera að prufa sig áfram með að velta þeim upp úr kókos eða bæta við örlítlum appelsínuberki.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 14-15 ferskar döðlur, steinhreinsaðar
  2. 2 tsk hreint kakóduft, ég nota frá Sollu
  3. 1 bolli hnetur, ég nota pecan- og valhnetur
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Hnoðið litlar kúlur úr blöndunni, af þeirri stærð sem þið viljið og geymið í loftþéttu íláti í ísskáp.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *