Kasjúkonfekt

Konfekt er lífið! Þessir molar eru í hollari kantinum og eru einstaklega bragðgóðir og þá er gott að útbúa og eiga í kæli þegar gesti ber að garði eða almenn leiðindi hellast yfir mann!

12771917_10153499810217794_8543344851438396291_o

Kasjúkonfekt
Bragðgóðir molar í hollari kantinum.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 150-200 gr léttsalataðar saxaðar kasjúhnetur
  2. 15 ferskar döðlur (fást í Bónus)
  3. 150 gr 70% súkkulaði eða sykurlaust súkkulaði ef vill
Leiðbeiningar
  1. Steinhreinsið döðlurnar og setjið í matvinnsluvél.
  2. Hrærið hnetunum við döðlumaukið með sleif.
  3. Mótið kúlur og kælið á meðan súkkulaðið er brætt.
  4. Húðið kúlurnar með bráðnuðu súkkulaði og setjið á smjörpappír.
  5. Látið kúlurnar storkna í kæli.
Athugasemdir
  1. Geymist best í kæli.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *