Við stelpurnar á EatRVK elskum léttvín og okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að prufa ný vín. Tommasi hefur verið í miklu uppáhaldi upp á síðkastið en við elskum allar Ítalíu og nánast allt sem kemur þaðan. Við rákumst á þennan fallega gjafakassa í Vínbúðinni um daginn og splæstum í eintak. Í stuttu máli sagt urðum við vinkonur ekki fyrir vonbrigðum. Kassinn er ekki bara fallegur heldur er vínið afar bragðgott og heitir því skemmtilega nafni Romeo og Guiliette og vísar þar í frægustu ástarsögu heims en vínið er framleitt á sömu slóðum á Ítalíu. EatRVK ætlar að gefa tvo gjafakassa af víninu góða – eina skilyrðið er að þú deilir því með einhverjum sem þú elskar. Og drekkir þig ekki til dauða! Og viðkomandi sé ekki sonur eða dóttir óvinar föður þíns.
Tommasi Giulietta
Þrúgur: Pinot Grigio, Chardonnay & Garganega
Ilmur: Mikill ávöxtur og blómlegur angan
Bragð: Frísklegt og ávaxtaríkt með léttum ferskjukeim
Ekta stáltankavín, Pinot Grigio þrúgan færir okkur hér ferskt og ávaxtaríkt vín.
Tommasi Romeo
Þrúgur: Corvina – Rondinella – Merlot
Ilmur: Ávaxtaríkt með kröftugum kirsuberjum og cappuccino
Bragð: Vín í góðu jafnvægi, ljúft með sætum kirsuberjum og súkkulaði í forgrunni
Fínlegt og fágað vín í góðu jafnvægi.
Við mælum með að þú horfir á hina klassísku mynd Rómeó og Júlía með Leonardo DiCaprio og Claire Danes, maulir eitthvað syndsamlega gott og skálir við ástina þína. Væmið – og virkilega mikilvægt. Ástin lifir ekki endalaust af sjálfu sér. Það þarf að gefa sér tíma, halda utan um hvort annað og muna af hverju þið eruð saman.
Skráðu þig á póstlistann okkar hér:
Við drögum mánudaginn 7. mars. Skál og gleðilega ást!
😉
Já takk 🙂
Já takk
Já takk
Væri vel þegið að fá svona glaðning 😉
já takk
Mmm já takk 🙂
Já takk 🙂
Já takk ég myndi deila þessu með Maggi Þ Sigurjóns
Já takk 🙂 èg og mamma myndum deila þessu saman <3 😀 krossafingur. btw yrdi flott afmælisgjöf þar sem ad èg á akkurad afmæli 7.mars 😀
Já takk gaman væri að bjóða ástvinum og faga huggulega stund.
Já takk 🙂
Já takk!💖
já takk 😉
Já takk, þetta eru verulega góð vín 🙂
Já takk mjög spennandi.
já takk, það væri sko gleðilegt!
Alltaf gaman að vera ástfanginn sama hvað það er og að vera ástfanginn af sjálfum sér eru forréttindi og svo kemur svo margt á eftir. Já takk er astfanginn af Tomassi
Já takk, væri æði 🙂
Já heldur betur
Já takk kærlega 🙂
Já takk
Já takk
❤️ Væri dásemd með ástinni minni ❤️
Já takk