Pizzabotn úr sætri kartöflu

Ég elska pizzur og gæti borðað þær í hvert mál en þær eru ekki það hollasta sem til er og því er ég alltaf spennt þegar hægt er að gera þær hollari. Þessi uppskrift kom frá heilsubloggi sem ég álpaðist inn á þegar ég var að safna kjarki að fara hugsa um hollari mat. Þarna var einhver pistill um hvernig mætti gera hollari pizzubotn, til dæmis var talað um blómkálsbotn en þar sem maðurinn minn vill ekki snerta það grænmeti varð ég spennt þegar sæt kartafla var nefnd sem hráefni. Engin uppskrift var á síðunni svo þá var bara fara leika sér í eldhúsinu og til varð þessi botn. Hann er súper einfaldur og mjög bragðgóður.

Pizzabotn úr sætri kartöflu
Hollur og einfaldur pizzabotn.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 sæt kartafla, miðstærð
  2. 1 - 1 1/2 dl haframjöl
  3. 1 - 2 egg
  4. Salt og pipar
  5. Pizzakrydd ef vill
  6. Ólífuolía til að pensla á botn
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 200 gráður.
  2. Afhýðið kartöfluna og skerið í bita (hráa), setjið hana í matvinnsluvél ásamt haframjöli, salti og pipar og einu eggi. Látið maukast vel saman.
  3. Ef blandan er of þurr bætið þið við eggi en ef hún er of blaut þá bætið þið við smá haframjöli.
  4. Setjið blönduna á smjörpappír, þjappið vel á og mótið í pizzabotn, passið að þétta í kantinum því annars brennur hann auðveldlega.
  5. Bakið botninn í 25 mínútur, takið hann svo af pappírnum og setjið á pizzabakka ef til er, annars látið hann vera áfram á pappírnum.
  6. Penslið botninn með olíu og bakið aftur í 5-10 mínútur.
  7. Setjið á það álegg sem þið viljið og bakið þar til osturinn er fallega gylltur.
EatRVK https://eatrvk.is/
_DSC4322

Myndir: Íris Ann

_DSC4315_DSC4284_DSC4289

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *