Um helgar er dásamlegt að skella í uppskrift af amerísku pönnukökunum. Hún tekur stuttan tíma að gera, er ódýr og svo er lítill sykur í henni. Ekki spillir fyrir að hún er svo einföld að börnin geta gert hana líka. Þessa uppskrift hefur þróast mikið í gegnum árin og er nú að mínu mati fullkomin. Hún er líka góður grunnur ef maður vill breyta til og skella bláberjum saman við eða súkkulaðidropum. EInnig er hægt að bæta við matarlit eða rauðrófusafa til að gleðja litlu krúttin. Ef það er afgangur af þessum gulllituðu gersemum þá nota ég þær í nesti sem skonsur, þær geymast mjög vel. Okkur finnst best að smyrja þær með smjöri og hella yfir gómsætu hlynsírópi, svo spillir ekki að hafa ferska ávexti með.