Rauðrófu og bláberjabomba!

Það er meira en að segja það að reyna að borða meira grænmeti. Og þá helst fyrripart dags þar sem flestir borða grænmeti með hádegis og/eða kvöldverðinum. Ég er því að reyna að venja mig á að setja alltaf eitthvað grænmeti í morgundrykkinn minn og helst gera nægilega mikið magn til að geta tekið restina með mér í krukku sem millimál. Ef ég er að reyna hreinsa til í mataræðinu geri ég gjarnan tvo drykki á morgnanna, einn rauðan og einn grænan með slatta af spínati eða grænkáli í hádegisverð.IMAG7509_1_1

Rauðrófu og bláberjabomba

  • 1/2 bolli frosin bláber
  • 1/2 bolli frosin hindber eða jarðaber
  • 1 bolli vatnsmelóna
  • 1/2 bolli hreinn rauðrófusafi
  • 1/2 bolli vatn
  • 1/2 meðalstór gulrót skorin í bita ef vill – má líka nota gulrótarsafa
  • 1/2 vel þroskaður banani (pera, epli eða avakadó)
  • 1 msk sítrónusafi
  • engifer ef vill
  1. Öllu skellt í blandara og blandað uns drykkurinn fær fallega áferð.
  2. Það er um að gera að prufa sig áfram með að bæta grænmeti við drykkinn. T.d ef þú átt afgangs salat frá kvöldinu áður er fínt að skella því út í. Ef bragðið er eitthvað hálf óspennandi má alltaf bæta meiri engifer eða sítrónusafa við.

Yfirleitt sker ég niður grænmeti í tvo þrjá skammta í einu og frysti í pokum til að flýta fyrir mér á morgnanna. Drykkurinn er stútfullur af vítamínum og orku svo kroppurinn hreinlega spólar af stað í morgunverkin.

 

11 Comments on “Rauðrófu og bláberjabomba!

  1. Pingback: Nicecream hreinsun! | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *