Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

  • „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum næsta kafla“
    on 30. janúar 2026 at 06:30

    Lewis Barker yfirmatreiðslumeistari Terre veitingastaðarins á Castlemartyr Resort á Írlandi, býr örugglega til fallegasta mat veraldar. Veitingahúsið sem hann stýrir er með tvær Michelin-stjörnur, en þess má geta að Barker hefur komið víða við og var m.a. yngsti matreiðslumeistarinn í Singapore til að hljóta Michelin-stjörnu áður en írska sveitin laðaði hann til sín.

  • Bjórinn bæði minni og dýrari
    on 29. janúar 2026 at 23:55

    Algengt verð á bjór á börum í miðborg Reykjavíkur er 1.600 krónur. Það er fyrir 400 ml glas en sem kunnugt er hafa margir barir minnkað bjórglösin síðustu ár.

  • Kvikmyndir sem skilja eftir bragð
    on 29. janúar 2026 at 16:00

    Á undanförnum áratugum hafa komið fram fjölmargar kvikmyndir þar sem matur er ekki aukaatriði heldur burðarás frásagnarinnar. Við höfum valið nokkrar þeirra og parað við rétti sem dýpka upplifunina og kalla fram sama anda og birtist á hvíta tjaldinu. Þetta eru kvikmyndir sem ættu sannarlega skilið Óskarinn fyrir ógleymanlegar matarsenur.

  • Heimsmeistarakeppni bakara: Ísland með fulltrúa í dómnefnd
    on 29. janúar 2026 at 11:30

    Heimsmeistarakeppni bakara, Coupe du Monde de la Boulangerie, fór fram í París nýverið og átti Ísland þar fulltrúa í dómnefndinni. Sigurður Már Guðjónsson, einn reyndasti bakari landsins, sat í smakkteymi keppninnar og segist sjaldan, ef nokkru sinni, hafa orðið vitni að jafn mikilli fagurfræði í kökugerð. Að hans sögn var samhljómur á milli forms og bragðs óvenju sterkur; það sem bar fyrir augu var ekki síður staðfest í munni.

  • „Það þarf ekki annað en að þrá bragðið nógu heitt“
    on 29. janúar 2026 at 06:30

    Uppskriftin að fíkjupítsu með hráskinku og brie á rætur að rekja til matarsýnar Yesmine Olsson, þar sem virðing fyrir hráefninu er í forgrunni.

  • Daglegt dekur í glasi
    on 28. janúar 2026 at 13:00

    Spínatboost Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og gersemar er einstaklega góður og saðsamur drykkur sem hentar jafnt sem morgunmáltíð, létt millimál eða hluti af rólegum helgarmorgni.

  • „Fólk sem elskar að borða er besta fólkið“
    on 28. janúar 2026 at 11:30

    Fyrir Juliu Child var matur fyrst og fremst manneskjulegur. „Þeir sem elska að borða eru einfaldlega besta fólkið.“ Hún afgreiddi jafnframt tilgerðina með sínum einkennandi húmor og minnti okkur á að megrunarmatur ætti sinn stað, en aðeins á meðan beðið væri eftir steikinni. Oscar Wilde, auðvitað, sá í matnum spegil mannlegra breyskleika og taldi eina leiðina til að losna við freistingu vera að gefa henni lausan tauminn.

  • „Heimilin hafa sparað yfir 300 milljónir króna“
    on 28. janúar 2026 at 06:30

    Samkvæmt útreikningum hefur Ódýrast vikunnar skilað íslenskum heimilum sparnaði sem nemur vel yfir 300 milljónum króna á fyrsta starfsári samkvæmt tilkynningu. Sparnaðurinn byggir á samanburði á verði þeirra vara sem voru í Ódýrast vikunnar við almennt verð þeirra utan tilboðstímabila.

  • Guinness-súkkulaðikaka Nigellu Lawson
    on 27. janúar 2026 at 14:00

    Guinness-súkkulaðikaka Nigellu Lawson hefur um árabil notið stöðu klassíkur og er af mörgum talin með þeim bestu í sínum flokki.

  • „Mér er óvanalega orða vant núna!“
    on 27. janúar 2026 at 11:30

    Nigella Lawson tekur sæti í dómarastól The Great British Bake Off.