Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

  • Daglegt dekur í glasi
    on 28. janúar 2026 at 13:00

    Spínatboost Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og gersemar er einstaklega góður og saðsamur drykkur sem hentar jafnt sem morgunmáltíð, létt millimál eða hluti af rólegum helgarmorgni.

  • „Fólk sem elskar að borða er besta fólkið“
    on 28. janúar 2026 at 11:30

    Fyrir Juliu Child var matur fyrst og fremst manneskjulegur. „Þeir sem elska að borða eru einfaldlega besta fólkið.“ Hún afgreiddi jafnframt tilgerðina með sínum einkennandi húmor og minnti okkur á að megrunarmatur ætti sinn stað, en aðeins á meðan beðið væri eftir steikinni. Oscar Wilde, auðvitað, sá í matnum spegil mannlegra breyskleika og taldi eina leiðina til að losna við freistingu vera að gefa henni lausan tauminn.

  • „Heimilin hafa sparað yfir 300 milljónir króna“
    on 28. janúar 2026 at 06:30

    Samkvæmt útreikningum hefur Ódýrast vikunnar skilað íslenskum heimilum sparnaði sem nemur vel yfir 300 milljónum króna á fyrsta starfsári samkvæmt tilkynningu. Sparnaðurinn byggir á samanburði á verði þeirra vara sem voru í Ódýrast vikunnar við almennt verð þeirra utan tilboðstímabila.

  • Guinness-súkkulaðikaka Nigellu Lawson
    on 27. janúar 2026 at 14:00

    Guinness-súkkulaðikaka Nigellu Lawson hefur um árabil notið stöðu klassíkur og er af mörgum talin með þeim bestu í sínum flokki.

  • „Mér er óvanalega orða vant núna!“
    on 27. janúar 2026 at 11:30

    Nigella Lawson tekur sæti í dómarastól The Great British Bake Off.

  • Ótrúlegur fjöldi á matreiðslunámskeiði með Helgu Möggu
    on 27. janúar 2026 at 06:30

    Matreiðslunámskeið með áhrifavaldinum, næringarráðgjafanum og uppskriftahöfundinum Helgu Möggu fór fram í Hagkaup Smáralind fimmtudaginn 22. janúar og var afar vel sótt. Þar leiddi hún þátttakendur í gegnum einfaldar leiðir til að elda næringarríkan og bragðgóðan mat sem hentar daglegu lífi, sérstaklega þegar tíminn er knappur en metnaðurinn til að borða vel er til staðar.

  • Daisy sópaði að sér tilnefningum
    on 26. janúar 2026 at 14:00

    Kokteilbarinn Daisy fékk flestar tilnefningar á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards, fjórar talsins.

  • Brauð ársins 2026: Súrdeigsbrauð sem sameinar basil, tómata og mozzarella
    on 26. janúar 2026 at 11:30

    Sigurvegari keppninnar um Brauð ársins 2026 að þessu sinni er Sigrún Sól Vigfúsdóttir, bakari og konditor hjá Bakarameistaranum, fyrir súrdeigsbrauð með basil, tómatkryddmarineringu og mozzarella Fior di Latte. Keppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi þann 8. janúar síðastliðinn og segir Sigrún að verkefnið hafi verið bæði krefjandi og afar skemmtilegt.

  • Vikumatseðill sem hitar, vekur og gleður
    on 26. janúar 2026 at 06:30

    Vikumatseðillinn að þessu sinni er tileinkaður þeim sem sækja í sterkan mat og kunna að meta kraftmikið bragð þar sem chili, krydd og hiti leika lykilhlutverk. Í janúar, þegar líkaminn leitar bæði að yl og örvun eftir myrkasta tíma ársins, getur sterkur matur gegnt áhugaverðu hlutverki, ekki aðeins fyrir bragðlaukana heldur einnig fyrir líðan og meltingu.

  • Hvað má borða og hvenær? Eldhúsráð sem allir ættu að kunna
    on 25. janúar 2026 at 11:00

    Hvað má fara í ísskápinn, hvað í skápinn og hvað alls ekki aftur á diskinn? Ef eldhúsið vekur upp fleiri spurningar en svör, þá er þetta greinin fyrir þig.