Sykurlausar kókoskúlur

Þessar elskur eru allt í senn; sætar, áferðargóðar og saltar! Jafnvel matvönd börn og fúlir bankastarfsmenn slafra þessu í sig með bros á vör.

Sykurlausar kókoskúlur

  • 2 dl hreint kakó (ósætt)
  • 2 tsk vanilla eða vanilludropar
  • 2 dl kókosmjöl
  • 1 dl sesammjöl (má sleppa – gerir kúlurnar próteinríkari)
  • 5 dl saxaðar döðlur
  • 2 dl saxaðar hnetur (t.d. möndlur og hesilhnetur)
  • 1,5 dl brædd kókosolía
  • 5 dropar vanilustevía ef vill
  • sjávarsalt
  1. Öllu hrært vel saman og kúlur mótaðar.
  2. Blandið saman 2 dl af kókosmjöli og hálfri tsk af möluðu sjávarsalti og veltið kúlunum upp úr því.
  3. Geymið kúlurnar í frysti og takið út nokkrum mínútum áður en bera á á borð.

3 Comments on “Sykurlausar kókoskúlur

  1. Hæhæ! Notaru 2 dl af kókosmjöli í „deigið“ sjálft og svo 2 dl til viðbótar til að velta úr?

    Hlakka til að prufa!

  2. Þessi uppskrift af sykurlausum kókoskúlum er frábær fyrir þá sem vilja njóta ljúffengs sælgætis án viðbætts sykurs. Mér líkar sérstaklega hversu einfalt er að útbúa þær og að innihaldsefnin eru bæði holl og bragðgóð. Slíkar hugmyndir henta vel fyrir þá sem fylgja heilbrigðari lífsstíl. Ég fékk einnig innblástur til að prófa fleiri sykurlausar uppskriftir eftir að lesa þetta. Frábært verk!
    Telkom University Jakarta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *