Sæt möndlumjólk

Þessi mjólk er fljótleg og mjög bragðgóð. Ekki skemmir fyrir að í hana þarftu aðeins tvö innihaldsefni auk vatns. Ef þú átt aðrar hnetur svo sem hesilhnetur er tilvalið að nota þær eða jafnvel bæði möndlur og hesilhnetur. Þeir sem elska stevíu geta sett 3 dropa af henni í staðinn fyrir döðlur. Stundum set ég líka ferska vanilu ef vel liggur á mér!

Sæt möndlumjólk
Tilvalin út í grauta og drykki ! Ég tvöfalda yfirleitt uppskriftina en hún geymst í um 3 daga í lokaðri krukku í kæli. Hana má einnig frysta í klakaboxi.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 dl möndlur (eða kasjú- eða hesilhnetur)
  2. 6 dl vatn
  3. 4 mjúkar döðlur (mýkið í heitu vatni)
Leiðbeiningar
  1. Setjið möndlurnar og vatnið í blandara og maukið vel. Í venjulegum blandara getur þetta tekið 2-3 mínútur.
  2. Bætið því næst döðlunum út í og maukið aftur í um 2 mínútur.
  3. Sigtið hratið frá í gegnum nælonsokk, spírupoka eða viskustykki. Þeas ef þú vilt alveg tæra mjólk.
Athugasemdir
  1. Mér finnst í lagi að hafa hratið í mjólkinni t.d. í chiagraut og drykki. Þú getur líka prufað hvort tveggja þeas síað helminginn af mjólkinni.
EatRVK https://eatrvk.is/

10 Comments on “Sæt möndlumjólk

  1. Pingback: Velkomin(n) í 7 daga detox! | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *