Ég hef alltaf verið hrifin af öllu sem maður getur gert sjálfur og er án aukaefna. Þetta hóstasaft er einfalt og heiðarlegt. Saftinn slær á hósta og róar háls og er kærkomin vinur í flensufaraldrinum sem nú reikar. Það má jafnvel setja 1 tsk af saftinu út í heitt te og vefja sig svo inn í teppi með góða bók. Ahhhhh…
Heimagert hóstasaft
2016-01-13 21:40:29
Bragðgott hóstasaft sem einfalt er að gera, er ódýrt og geymist vel í ísskápnum.
Innihaldsefni
- 2 msk gott eplaedik
- 2 msk hunang
- 2 msk vatn
- 1/4 tsk cayenne pipar
- 1/4 tsk engifer duft
Leiðbeiningar
- Setjið allt innihald í krukku og hristið vel.
Athugasemdir
- Geymist við stofuhita í 2-3 daga, mun lengur í kæli. Hristið hóstasaftið alltaf áður en það er notað. Það má drekka það eftir þörfum.
EatRVK https://eatrvk.is/