Hollt og súper einfalt súkkulaðismjör

Börnin mín elska að fá súkkulaðismjör á brauð þegar þau vilja dekur um helgar. Mig langaði að finna leið til að gefa þeim þetta dekur oftar og jafnvel gera það hollt. Þessi uppskrift varð því til og fær jafnvel að fljóta stundum með í nesti.

Hollt og súper einfalt súkkulaðimöndlusmjör
Hollt, einfalt og bragðgott súkkulaðismjör
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli möndlur með hýði
  2. 2 msk hreint kakó
  3. 3-4 msk kókosolía
  4. 1/4 tsk gott salt
  5. Ef þið viljið smá sætu má setja hunang, agavesýróp eða steviu eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman þar til sú áferð er komin sem þið viljið.
  2. Setjið svo súkkulaðismjörið í krukku.
Athugasemdir
  1. Uppáhaldið mitt er að setja þetta smjör á eplasneiðar, fullkomin samsetning!
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *