Nicecream hreinsun!

Hver elskar ekki Nicecream? Hnausþykkan ís úr frosnum ávöxtum? Ji minn eini, ég gæti borðað þessa dásemd í öll mál! Mér datt í hug að setja saman matseðil fyrir hreinsandi Nicecream dag. Það má vel lengja hreinsunina í þrjá daga ef þú ert í stuði! Mikilvægt er að drekka vel af vatni yfir daginn og forðast allan unnin mat, áfengi, sykur og kaffi. Í sjálfu sér er best að borða aðeins grænmeti, hnetur og ávexti. Hér getur þú lesið um sjö daga hreinsunina sem við blésum til fyrir ekki svo löngu.

Við byrjum á unaðslegum morgunþeytingi, stútfullum af andoxunarefnum, próteini og gleði. Þú getur vel sleppt próteininu en ég æfi fremur stíft þessa dagana og því vil ég hafa prótein í bland við kolvetnin. Athugið að bætiefnin eru alls ekki nauðsynleg en þau auka þó orku og virkni hreinsunarinnar.

Gott er að byrja morguninn á bolla af soðnu vatni með sítrónusafa og engiferbút eða hreinsandi tei. Fersk mintulauf eru einnig afbragð.

1459417608336

Græni morgunrisinn
Hreinsandi og mettandi drykkur. Hann er vel útilátinn og dugar jafn vel í morgunmat og millimál. Þá er gott að setja millimálsskammtinn í krukku og kippa með sér út í daginn.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 lúkur spínat
  2. 2 msk prótein, t.d. Hemp prótein eða vaniluprótein, s.s. frá Sun Warrior (drykkurinn verður kremaðri með því)
  3. 1 dl frosið mangó
  4. 2 dl frosin ananas
  5. 1/2 vel þroskuð lárpera
  6. 1 frosinn vel þroskaður banani
  7. 2 dl engifer- og eplasafi
  8. 1 cm engifer
  9. 1 dl kókosmjólk úr fernu
  10. 1 dl vatn
Leiðbeiningar
  1. Allt blandað í blender uns kekkjalaust. Bragðgóð og orkumikil máltíð.
Athugasemdir
  1. Gætið að því að lesa utan á safann og mjólkina og velja helst lífrænt og alltaf með sem fæstum aukaefnum og alls ekki viðbættum sykri.
EatRVK https://eatrvk.is/
Í hádeginu skellum við okkur svo á Nicecream. Þessi bomba inniheldur undraberin acai en þau fást ekki fersk hér á landi svo ég kaupi þau í frostþurrkuðu duftformi. Þau fást einnig frosin en varið ykkur á þeim – þau einu sem ég hef fundið eru í litlum smoothie pökkum og innihalda síróp. Þessi í duftformi eru 100% hrein lífræn ber. Acai ber eru lítil dökk ber, ekki ósvipuð bláberjum en þau innihalda mikið magn steinefna, omega fitusýra og 10 sinnum meiri andoxunarefni en flest önnur ber. Berin vinna gegn streitu og öldrun húðarinnar. Þau innihalda einnig prótein!

NICECREAMfjarki

Acai nicecream
Bragðgóður "nicecream", stútfullur af orku og næringu.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1,5 vel þroskaður banani - frystur í bitum
  2. 1 dl bláber, frosin
  3. 1 dl jarðaber eða hindber, frosin
  4. 3 dl kókosmjólk í fernu
  5. 1-2 tsk acaiduft fra Rainforest foods (fæst í Nettó)
  6. 4 vanillu- eða hindberjastevíudropar. Má sleppa. Ef bananinn er vel þroskaður verður þetta nógu sætt.
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í blender eða matvinnsluvél og blandað uns ísinn er þykkur en kekkjalaus. Ef þú átt ekki öflugan blandara er betra að nota matvinnsluvél. Það getur þurft að kæla blönduna til að ná meiri ís-effect áður en hún er borðuð.
Athugasemdir
  1. Acai berin eru stútfull af andoxunarefnum, hollum fitusýrum og vítamínum og hjálpa til við að hægja á öldrun húðarinnar. Tóm hamingja!!
EatRVK https://eatrvk.is/
Í millimál er gott að fá sér grænmeti, svo sem gulrætur eða lárperu með örlitlu sjávarsalti. Eins eru 3 msk af blönduðum hnetum tilvalið snakk sem seðjar vel. Svo er um að gera að koma sem mest af grænmeti í hristingana, til dæmis bæta við grænkáli, gulrót eða agúrku. Ég geri alltaf hristinga frekar en djús til að halda trefjunum inni og drykkirnir metta betur með „hratinu.“ Þessi melónudrykkur er einnig mikil snilld.

Í kvöldverð hendum við svo í súpergrænan detox mintudrykk. Þessi er mjög góður og mjög hreinsandi!

FotorCreated

 

Súpergrænn detox mintuhristingur
Hrikalega hressandi hollustubomba! Fullkomin máltíð í glasi. Prótein, kolvetni, vítamín, fita og andoxunarefni.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 lúka spínat
  2. 2 dl vatn
  3. 2 dl epla- og engifersafi
  4. 1 cm engifer
  5. 2 msk prótein, t.d hemp prótein eða vaniluprótein
  6. 1 frosinn banani
  7. 1/2 epli
  8. 2 dl ananas eða mangó
  9. 2 tsk Super greens með mintubragði frá Sun Warrior (fæst í Nettó)
Leiðbeiningar
  1. Öllu smellt saman í blender og blandað uns kekkjalaust.
Athugasemdir
  1. Aðal detoxgræjan er Sunwarrior Ormus Supergreens duftið en það er ekki ódýrt. Pokinn er samt stór - 454 grömm og kostar 6.999 en blandan er alveg stórkostlega samansett og inniheldur líka góða gerla sem fylgja með hráefnunum beint úr náttúrunni (ekki viðbætt) þar sem þetta er „raw“ vara.
  2. Innihaldið er svona: Organic alfalfa leaf, organic barley grass, organic wheat grass, organic peppermint leaf, organic oat grass, organic moringa leaf, organic stevia leaf, organic spinach leaf, organic parsley leaf, organic ginger root, probiotic blend (lactobacillus acidophilus, lactobacillus plantarum, lactobacillus casei, lactobacillus rhamnosus, bifidobacterium bifidum, bifidobacterium lactis, lactobacillus salivarius)
  3. https://sunwarrior.com/store/product/ormus-supergreens-mint-16oz
EatRVK https://eatrvk.is/
 Síðast en ekki síst er það kvöldnaslið. Trópíkal nicecream með kókos, ananas, ástaraldin og mangó. Jummí!!2016-03-30 16.48.08

Pina colada nicecream!
Suðrænavaxtabomba!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 3 dl kókosmjólk úr fernu, t.d. Coconut dream
  2. 1,5 vel þroskaður banani - frystur í bitum
  3. 2 dl frosinn ananas
  4. 2 dl frosið mangó
  5. Toppið með fersku ástaraldini
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í blender eða matvinnsluvél og blandað uns ísinn er þykkur en kekkjalaus. Ef þú átt ekki öflugan blandara er betra að nota matvinnsluvél. Það getur þurft að kæla blönduna til að ná meiri ís-effect áður en hún er borðuð
EatRVK https://eatrvk.is/
Ef ykkur vantar fleiri hugmyndir að drykkjum geti þið skoðað uppskriftir hér!

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *