Ég elska ískaffi og finnst gaman að prufa nýjar samsetningar eins og banana- eða piparmintufrappó. Uppistaðan er alltaf sú sama, espressó og góð mjólk, t.d. kókosmjólk úr fernu eða hnetumjólk, klakar og svo er um að gera að leika sér við að bragðbæta. Ég nota gjarnan sykurlaust bráðið súkkulaði til að skreyta en þá helli ég því innan í glasið og drykkurinn er það kaldur að súkkulaðið storknar um leið og drykkurinn fer í glasið. Svo kvarnast aðeins úr súkkulaðinu um leið og maður drekkur. Jummí!
Karamellu-bananafrappó
2016-06-30 10:30:20
Ferskur og kraftmikill drykkur. Ef þú vilt nýta hann sem máltíð er tilvalið að setja prótein út í drykkinn.
Innihaldsefni
- 1 vel þroskaður (helst frosinn) banani
- 200 ml kókosmjólk í fernu eða hnetumjólk
- 2 döður
- 4 dropar karamellustevía
- 2faldur espressó
- 6 klakar
Leiðbeiningar
- Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið vel.
EatRVK https://eatrvk.is/