Skrímsla-íspinnar

Litli stubburinn minn vill alls ekki borða lárperu (avocado) en ég vil endilega kenna honum að meta þessa næringarríku og dásamlega grænu gullmola enda eru þeir í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Ég gerði þessa íspinna og laumaði græna gullinu í þá. Sá stutti var fljótur að biðja um annan pinna svo tilraunin tókst fullkomlega!

IMG_20160705_212045

Skrímsla-íspinnar með avókadó
Íspinnar sem öllum á heimilinu finnst góðir, einfaldari íspinna er ekki hægt að gera!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 lárperur
  2. 2 límónur (bara safinn)
  3. 250 ml grísk jógúrt, eða lífræn kókosjógúrt (hún inniheldur þó ansi mikinn sykur)
  4. 1 tsk vanilludropar eða kókosessens
  5. 2-3 msk hunang eða agavesíróp
Leiðbeiningar
  1. Setjið lárperuna og jógúrtið í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Það er smekksatriði hvort fólk vill hafa lárperubita í ísnum eða ekki. Mínir kútar vilja smá bita í þessum ís en hann verður hrjúfari fyrir vikið.
  2. Bætið við límónusafa, dropum og hunangi og vinnið vel saman.
  3. Setjið í íspinnamót og frystið í 3-4 tíma.
Athugasemdir
  1. Þegar ég set sætuefni í jógúrtís hef ég hann alltaf aðeins meira sætan á bragðið en ég vil því þegar blandan er frosin verður hún gjarnan ekki eins sæt á bragðið.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *