Súkkulaði pönnukökur

Í dag er 1. maí og það snjóar!!!! Til þess að gleðja börnin sem voru frekar vonsvikin á þessu veðri, var skellt í pönnukökur og til að fá þau til að gleðjast enn meira gerðum við súkkulaði pönnukökur. Þetta er einföld uppskrift og dásamlega góð. Það þarf ekki að vera dýrt að gleðja börnin. Með kökunum er gott að hafa rjóma, sýrðan rjóma, ávexti, smjör, hlynssíróp eða súkkulaðisíróp. 

Súkkulaði pönnukökur
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 egg
  2. 4 msk sykur
  3. 2 bollar hveiti
  4. 1/4 bolli gott kakó
  5. 3 tsk lyftiduft, slétt fullar
  6. 4-5 dl mjólk eða kókosmjólk
  7. Klípa af salti
Leiðbeiningar
  1. Hrærið eggi og sykri vel saman.
  2. Sigtið þurrefnin og hrærið saman við eggjablönduna.
  3. Bætið mjólkinni saman við, einn dl í einu, og hrærið vel saman eða þar til blandan er laus við alla kekki.
  4. Hitið pönnuna og hellið á hana deigi úr ausu.
  5. Steikið þar til loftbólur fara myndast og snúið þá við.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *