„Nicecream“ eða rjómalaus ís sem gerður er úr frosnum ávöxtunum er einstaklega bragðgott millimál eða sem eftirréttur. Ekki er verra að börnin elska bragðmikinn og sætan ísinn. Ef þú átt ekki öflugan blandara á borð við Vitamix er betra að nota matvinnsluvél í ísgerðina og jafnvel frysta ísinn í 20 mín áður en hann er borðaður. Það er að segja ef hann er ekki nægilega stífur eftir blöndun.
Bláberja Nicecream
2016-02-01 11:20:04
Serves 2
Sætur og ljúfur berjaís handa allri fjölskyldunni.
Innihaldsefni
- 3 vel þroskaðir frosnir bananar (frystir í nokkrum bitum)
- 1 - 2 dl kókosmjólk (sykurlaus - úr fernu eða dós)
- 3 dl frosin ber t.d bláber og hindber
- 4 - 6 dropar Hindberjastevía (Ég nota frá Via Health)
Leiðbeiningar
- Settu öll innihaldsefnin í blandara eða matvinnsluvél. Byrjaðu á að setja aðeins 1 dl af mjólk en ef það dugar illa bættu þá smám saman við meiri vökvað.
- Látið matvinnsluvélina ganga á fullum styrk en stoppaðu reglulega til að skafa niður meðfram hliðunum.
- Smakkaðu til með stevíunni.
Athugasemdir
- Ef þú hefur ofnæmi fyrir banönum eða hatar þá bara getur þú notað frosið avocadó í staðinn og aukið berjamagnið.
EatRVK https://eatrvk.is/