Ég fékk um daginn dýrðlegar smjörsteiktar döðlur hjá vinkonu minni Dagbjörtu sem er mikill matgæðingur. Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þær og langaði mikið að gera uppskriftina vegan enda Veganúar þennan mánuð. Þetta slær alltaf í gegn og svo einfallt og fljótgert. Þessar döðlur eru góðar einar og sér, í nestisboxið, í salat og margt fleira.
Kókosdöðlur með chili
2017-01-08 17:38:26
Súper einfaldar og dásamlega bragðgóðar
Innihaldsefni
- 1 poki, 400 gr döðlur
- 1 kúfuð msk af kókosolíu
- 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt
- klípa salt
Leiðbeiningar
- Setjið kókosolíu í pönnu og bræðið við vægan hita
- Setjið döðlur og chili útá og steikið þar til döðlur eru mjúkar en ekki svo lengi að þær verða að mauki.
- Saltið eftir smekk
- Setjið döðlurnar á eldhúspappír til að kólna og taka auka olíu af.
- Njótið
Athugasemdir
- Ef þið eruð ekki hrifin af sterkum mat er gott að byrja með minna af chili og bæta frekar við ef þið viljið.
EatRVK https://eatrvk.is/
mmm girnó, ætla sko að prófa þetta 🙂
Þessar eru æði, líka svo góðar með ostum. Ég nota reyndar smjör.
Smjör er líka gott!!! O