Nú á sólin loksins að sýna sig og því upplagt að gleðja vini með þessun dásamlega eftirrétt. Þessi ananas er ákaflega góður bæði sem eftirréttur eða sem meðlæti með grillmat en sleppa þá jógúrtinu/ísnum. Það má einnig skera hann í teninga og þræða upp á spjót og grilla – fullkomið meðlæti með grilluðum kjúklingi. Einnig er geggjað að setja hann í blandara með klökum, smá rommi og blanda vel saman, hella í glas og fylla upp með engiferbjór eða límonaði.
Mojito-marineraður ananas
2017-07-27 10:13:13
Innihaldsefni
- 1 ananas skorin í sneiðar
- 1 búnt mynta eða um 1 1/2 bolli
- 1 dl hrásykur
- 1 kókosjógúrt eða ís
Leiðbeiningar
- Hreinsið hýðið af ananasinum og skerið í sneiðar, setjið þær á fat
- Maukið saman myntuna og hrásykurinn
- Hellið blöndunni yfir sneiðarnar og dreifið vel úr
- Látið standa í 1 til 2 tíma við stofuhita
- Berið fram með jógúrti eða ís
Athugasemdir
- Það er einnig geggjað að grilla þennan rétt.
EatRVK https://eatrvk.is/