Mojito-marineraður ananas

Nú á sólin loksins að sýna sig og því upplagt að gleðja vini með þessun dásamlega eftirrétt. Þessi an­an­as er ákaf­lega góður bæði sem eft­ir­rétt­ur eða sem meðlæti með grill­mat en sleppa þá jógúrtinu/ísnum. Það má einnig skera hann í ten­inga og þræða upp á spjót og grilla – full­komið meðlæti með grilluðum kjúk­lingi. Einnig er geggjað að setja hann í blandara með klökum, smá rommi og blanda vel saman, hella í glas og fylla upp með engiferbjór eða límonaði.

Mojito-marineraður ananas
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 ananas skorin í sneiðar
  2. 1 búnt mynta eða um 1 1/2 bolli
  3. 1 dl hrásykur
  4. 1 kókosjógúrt eða ís
Leiðbeiningar
  1. Hreinsið hýðið af ananasinum og skerið í sneiðar, setjið þær á fat
  2. Maukið saman myntuna og hrásykurinn
  3. Hellið blöndunni yfir sneiðarnar og dreifið vel úr
  4. Látið standa í 1 til 2 tíma við stofuhita
  5. Berið fram með jógúrti eða ís
Athugasemdir
  1. Það er einnig geggjað að grilla þennan rétt.
EatRVK https://eatrvk.is/

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *