Sítrónukaka með glassúr – hvað eru mörg s í því?

Um daginn rakst ég á dýrðlegar lífrænar sítrónur sem minntu mig á sumar og sól. Þær voru svo dásamlega fallegar og páskagular. Ég á heila bók með sítrónuuppskriftum. Þetta er bara byrjunin á sítrónublæti mínu og ó maður minn hvað þessi kaka er vel heppnuð. Þetta er fullkomin kaka sem er sæt og með dásamlegu sítrónubragði án þess að vera súr. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá drengjunum mínum.

Sítrónukaka með sítrónuglassúr
Sjúklega góð sítrónukaka sem kemur þér í sólskinsskap!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli mjúkt smjör
  2. 2 bollar sykur
  3. 4 stór egg
  4. ¾ bolli mjólk
  5. ¼ bolli safi úr sítrónu
  6. 1 tsk sítrónudropar
  7. 3 bollar hveiti
  8. 1- 2 msk rifinn sítrónubörkur
  9. 1 tsk salt
  10. 1 tsk lyftiduft
  11. ½ tsk matarsódi
  12. Glassúr
  13. 2 bollar sigtaður flórsykur
  14. 2-3 msk safi úr sítrónu
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Smyrjið form með smjöri og dustið með hveiti að innan.
  3. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan er ljós og létt.
  4. Setjið eitt egg í einu saman við blönduna og svo sítrónudropana.
  5. Blandið þurrefnum saman í skál og blandið helming þess saman við blönduna og hrærið vel.
  6. Hellið helmingi af sítrónusafanum og mjólkinni saman við og hrærið vel.
  7. Bætið afgangi af þurrefnum, mjólkinni og sítrónusafanum saman við og hrærið vel.
  8. Hellið deiginu í formið og bakið í 50-60 mínútur eða þar til kakan er fallega gyllt.
  9. Látið standa og kólna og gerið svo glassúr og setjið á kalda kökuna.
  10. Glassúrinn er gerður með því að sigta flórsykurinn og blanda sítrónusafnaum saman við og hræra vel þar til blandan er fallega slétt. Ef blandan er of þykk má setja aðeins meiri safa saman við.
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *