Um daginn fékk ég það skemmtilega verkefni að gera uppskrift fyrir matarblað sem síðan Matur gaf út sem er á mbl.is, þar sem þeminn var svartur eða grár matur. Ég vildi strax gera eitt af mínu uppáhalds pasta sem er oft á boðstólum í matarboðum hjá mér. Stundum bæti ég við grænmeti svo sem tómötum, apas eða set hörpuskel eða humar í stað risarækju en grunnurinn er alltaf sá sami. Þetta ljúffenga pasta er ákaflega gott. Það er alls ekki mikið bragð af blekinu sem litar pastað svart en þó kemur visst bragð sem passar einstaklega vel með öllum skelfisk.