„Nicecream“ eða rjómalaus ís gerður úr frosnum ávöxtum hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Uppistaðan er yfirleitt frosnir bananar þó vissulega megi nota aðra ávexti. Hér kemur ein dúndurgóð uppskrift af hollari ís sem svíkur þó engan. Svo er bara um að gera að prufa sig áfram með ávexti, hnetur og sætu.
Hnetusmjörs- og súkkulaði-"nicecream"
2016-01-26 22:15:33
Serves 2
Sykurlaus bananaís fyrir tvo.
Innihaldsefni
- 3 frosnir vel þroskaðir bananar. Það er mikilvægt að þeir séu vel þroskaðir svo ísinn fái mjúkt og sætt bragð.
- 1 msk hnetusmjör
- 1 msk hreint ósætt kakó
- 15 dropar kókos-, vanillu- eða karamellustevía
- 3 mjúkar döðlur ef vill
- 1-2 dl kókosmjólk til drykkjar (án viðbætts sykurs eða heimagerð)
- Góðgæti til að toppa með, svo sem kókosflögur, kakónibbur, hnetur og kínóapuffs (fæst í Nettó)
Leiðbeiningar
- Skelltu öllu gúmmelaðinu í öflugan blender eða matvinnsluvél. Þú gætir þurft að stoppa vélina inn á milli og skafa meðfram hliðunum. Ekki örvænta þó þetta taki nokkrar mínútur. Afraksturinn er hreinn unaður! Ef illa gengur skaltu prufa næst að leyfa banananum aðeins að þiðna eða skera þá í minni bita áður en þú frystir þá.
Athugasemdir
- Jarðaberjaís er ekki síðri. Þá nota ég 2 frosna banana, 4-6 dl af frosnum jarðaberjum (og/eða bláberjum), 2 dl af kókosmjólk og hindberjastevíu!
EatRVK https://eatrvk.is/