Peruþeytingur skv. læknisráði!

Bókin Hreint mataræði eftir Dr. Alejandro Junger hefur farið sigurför um heiminn. Hérlendis eru margir að detoxa samkvæmt bókinni og Ásdís grasalæknir hefur stútfyllt námskeið eftir námskeið þar sem hún kennir hreinsanir byggðar á bókinni. Ég er aðeins að glugga í hana og rakst á þessa uppskrift sem mér fannst ansi góð. Ég notaði reyndar möndlumjólk.

Mjólkurhristingur með hampprótíni
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 3 perur, skornar í sundur og fræhreinsaðar
  2. 1 ½ msk hampprótínduft
  3. 1 ½ maca duft (má sleppa, en mjög gott að nota)
  4. 2 bollar mjólk úr brasilíuhnetum
  5. 2-3 steinlausar döðlur
  6. ½ tsk vanilludropar eða ½ vanillubaun (skafin að innan)
  7. örlítið af salti
Athugasemdir
  1. Ég notaði möndlumjólk og hef líka sett hálft avakadó og minnkað perurnar á móti. Topp næs!
EatRVK https://eatrvk.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *