• Salat með austurlenskum áhrifum

    Ég hef alltaf heillast af austurlenskri matargerð og finnst gaman að leika mér með krydd og annað sem maður notar í þessháttar matseld. Þetta salat er dásamleg blanda þar sem tveir heimar, sá íslenski og austurlenski mætast. Salatið… Lesa meira

  • Hummus með karamellu-lauk

    Ég hreinlega elska hummus! Það er einfalt að gera hummus og mjög gott að smyrja honum á nánast hvað sem er, til dæmis á brauð, hrökkbrauð, í vefjuna, nota hann sem ídýfu eða á pizzuna. Sérstaklega er gaman… Lesa meira

  • Hafragrautur yfir nótt – skólagrautur

    Nesti verður alltaf stór hausverkur á mínu heimil. Allir hafa sinn smekk og því oft erfitt að finna eitthvað sem allir vilja. Þessi grautur er oft kallaður skólagrautur á mínu heimili, enda vilja allir taka hann með í… Lesa meira

  • Avocado-kóríander hummus

    Nú þegar sumarfríinu er lokið er gott að fara huga að nestismálum hjá fjölskyldunni og þessi hummus er dásamlegur og bragðgóður í nestisboxið. Hann er góður sem ídýfa með grænmeti, sem álegg eða sem meðlæti. Þessi uppskrift er… Lesa meira

  • Grillaður kjúklingur með sataysósu

    Það eru til ótal uppskriftir af satay kjúklingi en þetta er mín og hún klikkar aldrei. Sósan er svo góð að ég gæti smurt henni á brauð og jafnvel borðað eintóma. Kjúklingalundir eru frábærar á grillið þar sem það… Lesa meira

  • Indverskt popp

    Nýjasta æðið á mínu heimili er að finna upp nýjar útgáfur af poppi og hverjum þykir ekki kósý að borða popp og horfa á góða bíómynd. Það sem er svo dásamlegt við að poppa er hve stuttan tíma… Lesa meira

  • Grillaður Halloumi ostur með geggjuðu meðlæti

    Ég var erlendis þegar ég smakkaði halloumi ost í fyrsta sinn, mikið fannst mér hann dásamlegur en þegar ég kom heim var hvergi hægt að fá ostinn. Fleiri hafa fattað hversu góður hann er og nú er nánast hægt… Lesa meira

  • Berjaís í morgunmat

    Veðrið á að vera geggjað um helgina og því er upplagt að skella í nýjan holla ísuppskrift. Hér er önnur frábær uppskrift frá henni Elínu Arndísi og í þetta sinn er það berjaís sem hægt er að borða… Lesa meira

  • Túnfisksalat með epli og chili

    Hver elskar ekki gott túnfisksalat? Mér finnst dásamlegt um helgar að fá nýbakað brauð eða heimagert hrökkbrauð og salat til að njóta með fjölskyldunni, ég set hér krækjur á einfaldar og góðar uppskriftir fyrir ykkur sem ég nota oft. Þessi… Lesa meira

  • Ís í morgunmat!!!!

    Við höfum verið svo heppin með veður undanfarið og þá langar manni alltaf í ís, ég var eitthvað að skoða myndir á Instagram hjá vinum og rakst þá á þessa uppskrift hjá vinkonu minni, henni Elínu Arndísi Gunnarsdóttur sem… Lesa meira

  • Geggjaður bakaður hafragrautur

    Þessi uppskrift kemur frá systur minni og hefur heldur betur slegið í gegn á mínu heimili. Heimilisfólkið myndi vilja borða þetta alla daga. Það er dásamlegt að skella í þessa uppskrift kvöldið áður og njóta svo með góðum… Lesa meira

  • Tiramisu með kahlúasírópi

    Á bóndadaginn fór ég í matarboð og bauðst til að koma með eftirréttinn, eitthvað var ég sein fyrir og vissi að upphaflega hugmynd mín að gera klassískt tiramisu myndi ekki ganga. Ég átti allt hráefnið í klassíska réttinn… Lesa meira

  • Kryddbrauð sem aldrei klikkar

    Þetta brauð er snilld að gera, það þarf aðeins að henda hráefnum í skál, hræra með sleif í blöndunni og þá er deigið tilbúið. Ég fæ tvö brauð úr einni uppskrift með því að nota minni brauðform. Þetta… Lesa meira

  • Trylltur lax

    Ég er svo heppin að eiga nokkra veiðimenn í fjölskyldunni sem færa mér góðgæti og þá er gaman að prufa sig áfram með uppskriftir. Lax er ofurfæða sem er holl og góð. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi… Lesa meira

  • Jarðaberja, rabarbara og gulrótasulta

    Einn rigningardaginn í sumar var ég svo heppin að fá örlítið af rabarbara og nýjum gulrótum, en þó ekki nóg til að gera uppáhalds rabarbarasultuna mína sem ég geri hvert ár, svo ég varð að finna eitthvað annað…. Lesa meira

  • Heimsins besta Chili con carne

    Þessi réttur er mjög vinsæll um allan heim, það eru margar tegundir til af honum og við fjölskyldan erum miklir aðdáendur. Þessi uppskrift hefur verið í sífelldri þróun og nú er ég loksins tilbúin að deila henni með… Lesa meira

  • Berja- og rabarbarapæ

    Þessi uppskrift er og verður alltaf í uppáhaldi, því hægt er að breyta upp­skrift­inni eft­ir hent­ug­leika og því sem til er hverju sinni og leika sér með hvaða ber eru notuð í bök­una. Þetta er þó besta samsetning sem… Lesa meira

  • Hamingju-gulróta möffins

    Þess­ar möff­ins urðu til þar sem einn af drengj­un­um mín­um er mik­ill gikk­ur og vildi alls ekki borða gul­ræt­ur. Í dag borðar hann þær með glöðu geði og því eru þess­ar oft gerðar á heim­il­inu. Þess­ar möff­ins eru… Lesa meira

  • Mangó- og ananas-salsa

    Nú þegar vonandi fer að sjást í sól er þetta salsa full­komið enda er það eins og sól í skál, ávaxta­ríkt, ferskt og gott. Það er ein­fallt að gera og pass­ar með nán­ast öllu og jafn­vel eitt og… Lesa meira

  • BBQ-sesam kjúklingur

    Þetta er geggjaður kjúk­linga­rétt­ur með aðeins fjór­um hrá­efn­um, ein­fald­ara verður það ekki og hver elsk­ar ekki að elda ein­fald­an en bragðgóðan mat sem hitt­ir beint í mark? Þessi rétt­ur er í upp­á­haldi hjá öll­um í fjöl­skyld­unni sem er… Lesa meira

  • Ostaköku-bananabrauð

    Ég hrein­lega elska gott ban­ana­brauð og einnig osta­kök­ur og ég geri oft ban­ana­möff­ins með osta­köku­fyll­ingu og einn dag­inn varð til þessi blanda þar sem ég átti aðeins fleiri ban­ana og langaði meira í ban­ana­brauð en möff­ins og einnig… Lesa meira

  • Súkkulaði pönnukökur

    Í dag er 1. maí og það snjóar!!!! Til þess að gleðja börnin sem voru frekar vonsvikin á þessu veðri, var skellt í pönnukökur og til að fá þau til að gleðjast enn meira gerðum við súkkulaði pönnukökur…. Lesa meira

  • Húrrabitar

    Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt fyrir veislur eða matarboð sem tekur lítinn tíma en bragðast vel og gleður alla. Þessir bitar eru tær snilld enda tekur lítinn tíma að gera þá, það þarf ekki að… Lesa meira

  • Dýrðlegt svart pasta með risarækjum

    Um daginn fékk ég það skemmtilega verkefni að gera uppskrift fyrir matarblað sem síðan Matur gaf út sem er á mbl.is, þar sem þeminn var svartur eða grár matur. Ég vildi strax gera eitt af mínu uppáhalds pasta… Lesa meira

  • Súkkulaði-ostakökubrúnka sem sturlar bragðlaukana

    Í miðjunni á þessum dýrðlegu brúnkum er unaðsleg osta­köku­fyll­ing með súkkulaðibit­um sem gleðja bragðlauk­ana sér­stak­lega. Oft­ast finnst mér þægi­leg­ast að gera þessa dýrðlegu bita í múffu­form­um eða múffu­ál­bakka þar sem auðvelt er að setja þá fal­lega á disk… Lesa meira

  • Graflaxblanda

    Það er ein­falt og gam­an að grafa sinn eig­in lax og al­gjör óþarfi að kaupa hann dýr­um dómi í búð. Marg­ir eru með lax á jól­un­um svo upp­lagt er að gera þessa blöndu til að grafa sinn eig­in… Lesa meira

  • Ítölsk partý-ídýfa

    Það er mjög ein­falt að gera þessa ídýfu og hún er sér­stak­lega bragðgóð. Þessi ídýfa er margnota, því auðvelt er að breyta henni í kvöldmat með því að bæta við hana kjúklingalundum, bera hana fram með steiktum fisk… Lesa meira

  • Heimagert dýrðlegt jólate

    Það er óskap­lega kósý að setj­ast með gott te og hlusta á jóla­lög eða horfa á góða jóla­mynd. Ég hrein­lega elska chai-te, það er svo milt og gott en þó bragðmikið. Góðar teblönd­ur geta verið dýr­ar en oft… Lesa meira

  • Parmesan-bollurnar sem aldrei klikka

    Það eiga all­ir nokkr­ar upp­skrift­ir sem þeir elska og gera aft­ur og aft­ur. Þessi upp­skrift er mín upp­á­halds og er gerð oft á mínu heim­ili, jafn­vel nokkr­um sinn­um í mánuði og stund­um tvö­falda ég upp­skrift­ina og geri auka­skammt… Lesa meira

  • Fullkomnar ristaðar kjúklingabaunir

    Kjúklingabaunir er snilldar hráefni sem gaman er að elda úr. Það er hægt að gera svo margt t.d. dásamlegan hummus, pottrétti og einnig er geggjað að rista þær í ofni og borða sem snakk, setja á salöt, mylja… Lesa meira

  • Kjúklingasnitsel með dýrðlegri reyktri bbq-sósu

    Þessi rétt­ur er í miklu upp­á­haldi hjá öll­um í fjöl­skyld­unni. Hann er ein­fald­ur og tek­ur ekki mik­inn tíma að gera. Gott er að nota af­ganga í sal­at dag­inn eft­ir ef ein­hverj­ir verða. Stjarn­an í þess­ari upp­skrift er bbq-tóm­atsósa… Lesa meira

  • Mojito-marineraður ananas

    Nú á sólin loksins að sýna sig og því upplagt að gleðja vini með þessun dásamlega eftirrétt. Þessi an­an­as er ákaf­lega góður bæði sem eft­ir­rétt­ur eða sem meðlæti með grill­mat en sleppa þá jógúrtinu/ísnum. Það má einnig skera… Lesa meira

  • Hrísgrjónasalat sem passar með öllu!

    Þetta sal­at er ein­stak­lega sum­ar­legt og gott, það er sannkölluð bragðbomba fyrir bragðlaukana. Það má vel bæta við baun­um eða kjúk­lingi og nota það sem aðal­rétt eða borða kalt sal­atið í há­deg­inu eft­ir. Það sem er best við… Lesa meira

  • Fetaosta-grillsósa eða ídýfa

    Þessi sósa er al­gjört dúnd­ur og hent­ar einnig vel sem köld grillsósa með mat eða sem ídýfa með græn­meti. Það er einnig geggjað að setja hana í grillaðar kartöflur og skreyta með smá vorlauk. Það er skylda að… Lesa meira

  • Grillmarinering sem passar á allt

    Loksins loksins hef ég tíma til að deila með ykkur uppskriftum. Ég mun vera dugleg að setja inn eitthvað nýtt hér á síðunni og vil ég byrja á þessari dásamlegu og ávanabindandi marineringu sem passar með öllu. Við… Lesa meira

  • Magnaður grillaður maís

    Maður getur ekki annað en farið í grillstuð þegar gula vinkonan fer að láta sjá sig. Mér þykir grillaður maís alveg sérstaklega góður og einu sinni fékk ég besta maís í heimi á litlum veitingastað í New York –… Lesa meira

  • Avókadó kókoskúlur

     Þessar frábæru kókoskúlur eru mjög bragðgóðar og sérstaklega einfaldar að gera. Þær eru í miklu uppáhaldi sem smá orkunammi þegar okkur langar í eitthvað sætt. Best er að geyma þær í ísskáp í lokuðu boxi en ég set… Lesa meira

  • Dýrðleg morgunverðarskál

     Systir mín er snillingur í eldhúsinu og undanfarið hefur hún verið að elda marga skemmtilga rétti fyrir dóttur sína sem er vegan. Um daginn gerði hún þessa dásamlegu morgunverðarskál og ég varð að fá að birta hana fyrir… Lesa meira

  • Spaghetti carbonara stórstjörnu

    Þegar ég var beðin um að gera uppskrift fyrir Matur á mbl.is sem var svona kósýmatur var þetta ein af þeim uppskriftum sem ég langaði að gera, sérstaklega kósý og djúsí réttur sem klikkar aldrei og allir á… Lesa meira

  • Krútt-kökur

    Þessar krútt-kökur eru mjög einfaldar og gaman að leika sér með form og skraut. Þær hafa alltaf slegið í gegn í veislum og afmælum. Ég hef gert þessar kökur eins og íspinna fyrir safnanir hjá börnunum mínum og… Lesa meira

  • Fullkomið Sesar-salat

    Ég hrein­lega elska gott Ses­ar-sal­at og ef ég sé það á mat­seðli er ég fljót að ákveða mig. Það sem borið er á borð er þó mjög mis­mun­andi eft­ir veit­inga­hús­um og jafn­vel er bætt við eggi eða bei­koni…. Lesa meira

  • Dýrðlegt döðlubrauð með pistasíum

    Um dag­inn sá ég aug­lýst­an döðlusyk­ur og varð ég mjög spennt að prufa hann enda elska ég að nota döðlur í mat­ar­gerð. Ég skellti mér strax útí Nettó þar sem ég náði, held ég, síðasta pok­an­um af döðlusykrinum…. Lesa meira

  • Sturlað súkkulaði salami

    Þetta gúm­melaði er upp­haf­lega frá Ítal­íu og Portúgal. Það er til í mörg­um út­gáf­um og auðvelt er að leika sér með hrá­efn­in. Það sem er frá­bært við þenn­an súkkulaðirétt er hve ein­fald­ur hann er og bragðgóður. Þetta get­ur… Lesa meira

  • Lucky charms kökur

    Þessar Lucky charms kökur fékk ég í fyrsta sinn hjá vinkonu minni í vinnunni, og hafa þær eftir það verið í öllum afmælum í fjölskydunni. Þetta er einstaklega auðveld uppskrift og tekur ekki langan tíma að gera. Þetta… Lesa meira

  • Geggjaður cous cous réttur

    Þessi ein­faldi rétt­ur er mjög ein­fald­ur, ódýr og nær­ing­ar­mik­ill. Rétt­ur­inn fer vel í maga og hörðustu kjötáhuga­menn hafa beðið um upp­skrift­ina af þessum dýrðar rétt, hægt er að leika sér með að nota mismunandi blöndu af græn­meti og… Lesa meira

  • Uppáhalds humarpitsan

    Þessi pitsa er og verður alltaf í miklu uppáhaldi og því var ég spennt að deila henni með lesendum af Matur á Mbl.is. Það eru svo margir bragðlaukar sem fá að gleðjast þegar þessi pitsa er borðuð. Humarinn,… Lesa meira

  • Gullfallegur rauðrófu-hummus

    Á köld­um vetr­ar­dög­um er gott að borða svona orku­bombu og það besta er að hún er líka mjög bragðgóð. Hægt er að nota rauðróf­ur í alls kon­ar upp­skrift­ir og jafn­vel kök­ur. Að gera humm­us er mjög ein­falt, hann… Lesa meira

  • Trufflur með ristuðum kókos og rjómakaramellu

    Ég er með æði fyrir ristuðum kókos, sem vinir mínir hér á síðunni hafa örugglega tekið eftir. Hugmyndin af þessum trufflum kom þegar ég gerði fyrir síðuna brownies sem ég elska og þá sérstaklega vegna kókostoppsins sem er… Lesa meira

  • Svartar saltkaramellu bombur

    Undanfarið hef ég verið að deila með lesendum á Mbl.is uppskriftum frá mér. Matur er sérstaklega skemmtilegur vefur fyrir okkur öll sem finnst gaman að lesa um og fræðast um allt sem viðkemur matreiðslu, tækjum, veitingahúsum og margt… Lesa meira

  • Kókosdöðlur með chili

    Ég fékk um daginn dýrðlegar smjörsteiktar döðlur hjá vinkonu minni Dagbjörtu sem er mikill matgæðingur. Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þær og langaði mikið að gera uppskriftina vegan enda Veganúar þennan mánuð…. Lesa meira

  • Öðruvísi waldorfsalat

    Þessi uppskrift kemur frá systur minni og ég elska þetta salat, ég borða það beint úr skálinni og líka í morgunmat ef eitthvað er eftir. Ég hef aldrei verið það súper spennt fyrir waldorfsalati, það er eitthvað við… Lesa meira

  • Ljúffengt epla- og kanilbrauð

    Þetta dásamlega epla- og kanilbrauð varð til eftir New york ferð fyrir nokkrum árum. Þar fékk ég samskonar brauð á kaffihúsi og gat ekki hætt að hugsa um það. Ég hef prufað nokkrar uppskriftir en aldrei var ég… Lesa meira

  • Appelsínu og ostaköku jólaboltar

    Þessir jólaboltar eru mjög einfaldir, ódýrir og bragðgóðir. Það þarf ekki að baka þá og tekur lítinn tíma að gera. Aðeins þarf fjögur hráefni í þessa bolta og leynihráefnið í þessa jólabolta er gamla góða ískexið frá nöfnu… Lesa meira

  • Tómatsúpa sem framkallar bros hjá öllum

    Ég er búin að vera með súpuæði síðustu vikur og hollar, djúsí og ódýrar súpur hafa verið í miklu uppáhaldi. Þessi súpa er í fyrsta sæti sem stendur, börnin mín elska hana, hún er stútfull af hollustu og mjög… Lesa meira

  • Hlýleg og góð vetrarsúpa

    Ég einfaldlega elska þessa súpu! Hún er allt sem ég vil að súpa sé, ódýr, bragðgóð, einföld, saðsöm og hægt að frysta og eiga fyrir köld vetrarkvöld til að fá hlýju í kroppinn – ásamt því að vera… Lesa meira

  • Eggaldinbitar með parmesan­hjúp

    Þetta er dásamlegur forréttur sem mun engan svíkja. Þessir bitar eru allt sem maður vill, stökkir, mjúkir, bragðgóðir og djúsí. Ég mæli með að gera smá auka til að eiga í nesti með góðu salati í vinnuna daginn eftir…. Lesa meira

  • Hvítsúkkulaði­sósa með kókos

    Þar sem ég hef ekki alltaf eins mikinn tíma í eldhúsinu og ég myndi vilja þá finnst mér geggjað að hafa nokkrar uppskriftir sem taka lítinn tíma en allir elska. Þessa sósu geri ég oft fyrir matarboð og… Lesa meira

  • Dásamlegar amerískar pönnukökur

    Um helgar er dásamlegt að skella í uppskrift af amerísku pönnukökunum. Hún tekur stuttan tíma að gera, er ódýr og svo er lítill sykur í henni. Ekki spillir fyrir að hún er svo einföld að börnin geta gert… Lesa meira

  • Mexíkóskir kjúklinganaggar með hunangs-sinnepssósu

    Drengirnir mínir eru mikið fyrir kjúkling og það er alltaf gaman að gera nýja kjúklingarétti fyrir þá. Um daginn voru lundir á tilboði í Nettó svo ég keypti helling í frystinn og því eru þær oft í matinn þessa… Lesa meira

  • Snjóbolta­smákökur sem bráðna í munninum

    Þessar snjóboltasmákökur eru vinsælar um allan heim og margar uppskriftir eru til en hér er sú sem mér þykir best. Ég bæti alltaf við súkkulaði í mína uppskrift því eins og við vitum er flest betra með smá… Lesa meira

  • Dásamlega góðir quinoa-orkuboltar

    Ég hef verið að reyna taka út/minnka sykur í mínu mataræði, þó alls ekki alveg þar sem ég vil meina að allt er gott í hófi. Það sem mig vantaði helst var eitthvað til að seðja sykurpúkann í vinnunni… Lesa meira

  • Uppáhalds kjúklingaréttur fjölskyldunnar

    Ég er viss um að fleiri fjölskyldur en mín eiga erfitt með að finna uppskrift sem allir elska. Ég á þrjá drengi og enginn er með sama matarsmekkinn. Á meðan sá elsti vill hella tómatsósu yfir allt vill miðjan… Lesa meira

  • Konfekt með kókos- og möndlufyllingu

    Hver elskar ekki gott, einfalt og bragðgott konfekt í örlítið hollari kantinum? Þessi uppskrift er ofur einföld og vinkonurnar tóku hreinlega bakföll af gleðigargi þegar boðið var upp á þessa mola með kaffinu. Það sem gerir þá svo… Lesa meira

  • Litríkt og ljúffengt hrísgrjónasalat

    Þetta fallega og bragðgóða hrísgrjónasalat passar með nánast öllu og er líka gott eitt og sér. Það er matarmikið og bragðlaukarnir eru hoppandi kátir eftir hvern bita. Það er svo gott að núna vill fjölskyldan nánast bara þetta salat… Lesa meira

  • Dísæt og dásamleg saltkarmellusósa

    Ég er forfallinn saltkaramellufíkill. Ef ég fer á veitingastað og sé rétt sem inniheldur þessa dásamlegu samsetningu er hann undantekningalaust valinn. Þessi sósa varð til eftir að hafa fengið hana í útlöndum sem einskonar ávaxtafondú. Saltkaramellufíkillinn ég fór… Lesa meira

  • Bláberjalíkjör

    Þennan líkjör gerum við á mínu heimili gjarnan á haustin til að eiga fyrir jólin. Það er eitthvað svo dásamlegt að bjóða vinum og vandamönnum upp á glas af  heimagerðum líkjör í notalegu vetrarmyrkrinu. Líkjörinn má einnig nota… Lesa meira

  • Tryllt sykurlaust Nutella!

    Það elska allir Nutella. Verst hvað það er stútfullt af sykri. Þetta dásamlega súkkulaðismjör er vissulega hitaeiningaríkt en inniheldur engan viðbættan sykur og fullt af hollri fitu, steinefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Döðlurnar eru einnig trefjaríkar og góðar fyrir… Lesa meira

  • Hreinsandi graskers- og túrmeriksúpa

    Þessi súpa er fljótgerð, saðsöm og holl. Hún er einstaklega „politically correct“, þ.e. hún hentar matvöndum mönnum og börnum og er glútenlaus og vegan. Hana má vel frysta og geyma til kaldra vetrakvölda. Súpuna toppaði ég með ferskum sprettum… Lesa meira

  • Leir fyrir lítil krútt

      Litli kúturinn minn elskar að leira og því ákvað ég að skella í heimagerðan leir. Gott er að gera sinn eigin leir því það er ódýrt og einfalt, hann er ekki með neinum aukaefnum og það er… Lesa meira

  • Pizzabotn úr sætri kartöflu

    Ég elska pizzur og gæti borðað þær í hvert mál en þær eru ekki það hollasta sem til er og því er ég alltaf spennt þegar hægt er að gera þær hollari. Þessi uppskrift kom frá heilsubloggi sem… Lesa meira

  • Kókoskúlur Dísu Dungal

    Dísa Dungal er 24 ára íþróttafræðingur og meistaranemi í íþrótta- og heilsufræði hjá Háskóla Íslands. Dísa er þjálfari hjá Hreyfingu og elskar að borða góðan mat. Hún viðurkennir þó að einstaka sinnum fái hún sér Mars-ís og hún… Lesa meira

  • Krydduð bláberjasulta

    Þetta er langbesta bláberjasultan að mínu mati, hún er hreinlega dýrðleg með öllu! Hún er til dæmis snilld með paté, á vöfflurnar, kjötið og pönnukökurnar. Ilmurinn í eldhúsinu þegar hún er að mallast í pottinum er hreinn unaður og… Lesa meira

  • Sykruð sumarblóm

    Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona, ritstjóri Kvennablaðsins og matgæðingur situr sjaldnast auðum höndum. Nýjasta nýtt í eldhúsinu hjá þessari fjölhæfu konu eru sykuruð íslensk sumarblóm. Við hjá EatRVK urðum að fá nánari lýsingu á þessari fallegu snilld enda þjóðráð… Lesa meira

  • Heimsins besti hummus

    Þennan hummus fékk ég hjá systur minni ekki fyrir löngu en hún er snillingur í eldhúsinu. Dóttir hennar og tengdasonur eru bæði vegan og því hefur eldamennska hennar breyst mikið síðustu mánuði og nú eldar hún hvern dásemdar… Lesa meira

  • Hin fullkomna brúsetta

    Ég er um þessar mundir stödd í smábæ í Frakklandi og veit fátt dásamlegra en að rölta á markaðinn og versla brakandi ferskt hráefni. Úrvalið er stórkostlegt og hægt að fá nánast allt lífrænt fyrir mjög sanngjarnt verð. Grænmetið… Lesa meira

  • Kálpinnar náttúru­naglans

    Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarlistarmaður er einstakur karakter sem vert er að fylgjast með. Nýlega gaf hún út bókina „Íslensk ofurfæða villt og tamin“ sem er sannkölluð gleðisprengja fyrir öll skilningavitin. Áslaug er meistari í að fylla mann… Lesa meira

  • Epla- og kanil múslí

    Fullkomið trít! Hvort sem er í kökubotna, út á grauta eða jógúrt nú eða til að borða eitt og sér þar sem múslíð er nokkuð „chunky“ eða hnullungað.

  • Hjónabandssæla í sveitinni

    Þessi uppskrift kemur frá ömmu minni og í hvert sinn sem ég geri hana koma dásamlegar minningar upp í hugann. Þetta er súper einföld og góð hjónabandssæla en með smá leyndarmáli sem setur punktinn yfir i-ið. Þessi fer… Lesa meira

  • Leyndarmál grillarans

    Þegar grillið er tekið fram er þessi blanda það fyrsta sem við gerum. Í dag er alltaf gerður stór skammtur af kryddblöndunni þar sem hún klárast yfirleitt fljótt og svo er sniðugt að gefa hana í gjafir þegar farið… Lesa meira

  • Heilhveitinúðlur með sesamlax

    Þessi réttur er hollur og mjög bragðgóður. Hann er tilvalinn í nestisboxið daginn eftir og það má vel sleppa fisknum eða nota kjúkling í staðinn.  

  • Skrímsla-íspinnar

    Litli stubburinn minn vill alls ekki borða lárperu (avocado) en ég vil endilega kenna honum að meta þessa næringarríku og dásamlega grænu gullmola enda eru þeir í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Ég gerði þessa íspinna og laumaði græna gullinu… Lesa meira

  • Sykurlaus karamellu-bananafrappó

    Ég elska ískaffi og finnst gaman að prufa nýjar samsetningar eins og banana- eða piparmintufrappó. Uppistaðan er alltaf sú sama, espressó og góð mjólk, t.d. kókosmjólk úr fernu eða hnetumjólk, klakar og svo er um að gera að… Lesa meira

  • Kóríanderpestó Önnu Mörtu

    Anna Marta Ásgeirsdóttir er þjálfari í Hreyfingu og mikill listakokkur. Hún deilir hér með okkur nokkrum hollráðum sem gott er að hafa í huga þegar sumarsukkið leggst yfir okkur. Anna Marta er um þessar mundir að byrja með… Lesa meira

  • Brownie með kókos-karamellutoppi

    Þessa uppskrift fékk ég fyrst senda frá vinkonu í útlöndum. Auðvitað þurfti ég aðeins að breyta henni og ég lofa að þeir sem smakka hana munu vilja uppskriftina. Ég geri hana í skúffukökuform og sker hana í litla… Lesa meira

  • Pestóbringur með fetaosti og furuhnetum

    Þessi kjúklingaréttur er alltaf í miklu uppáhaldi hér á mínu heimili. Hann er bragðgóður og kjúklingurinn verður sérstaklega mjúkur. Það sem er best við þennan rétt er að ég geri alltaf stóra uppskrift af honum og nota svo… Lesa meira

  • Rabarbara-, epla- og vanillusulta

    Þetta er ein af mínum uppáhalds sultum. Ef ég á ekki nóg af þessari sultu yfir veturinn verð ég frekar leið. Það gerast einhverjir töfrar þegar hún fer á vöfflurnar með rjóma. Hún er dásamleg á allt sem… Lesa meira

  • Rabarbara-, jarðaberja- og basilsíróp

    Ég var svo heppin að fá gefins tvo fulla poka af rabarbara og strax langaði mig að gera síróp. Það er svo skemmtilegt og einfalt að gera síróp, hægt er að leika sér með hráefnin og svo er… Lesa meira

  • Brie með Kahlua- og pekanhnetu­sýrópi

    Í vetur fór ég í afmælisveislu hjá vinkonu minni Oddnýju Magnadóttur sem er matgæðingur par exelans. Þegar maður fer til hennar er maður oft kominn í matarhimnaríki og í þessari veislu var á boðstólum besti heiti ostur sem… Lesa meira

  • Syndsamleg og súper einföld

    Ég hef gert nokkrar uppskriftir af franskri súkkulaðiköku og þær verið mjög misgóðar en þessi er sú sem mér þykir langbest. Uppskriftina gaf systir mín mér, hún er mikill kokkur og hefur gefið mér margar geggjaðar uppskriftir. Þessi… Lesa meira

  • Íslensk kirsuber og gul hindber

    Ég reyni að versla sem mest beint af bónda og finnst matur sem ég veit hvaðan kemur alltaf girnilegri. Ég og Íris Ann ljósmyndari vorum á ferð um Suðurland fyrir skemmstu. Við gerðum okkur ferð á Reykholt í… Lesa meira

  • Banana- og haframjölskökur

    Ég veit ekki með ykkur en það virðist alltaf vera til nóg af banönum eða ekkert til. Eina vikuna vilja drengirnir ekkert nema banana og þá næstu borðar þá enginn og sit ég þá uppi með heilan helling… Lesa meira

  • Sumarleg engifer- og chilisulta

    Loksins er komið sumar og þá er ekkert betra en að gera ostabakka með góðum ostum og sultu þegar gestir koma. Þessi sulta er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, hún er mikið notuð og á marga vegu. Til… Lesa meira

  • Kjúklingaspjót í jógúrt­marineringu

    Nú er kominn einn af mínum uppáhalds tímum til að elda, grilltíminn. Það sem er best við að grilla (fyrir utan bragðið) er hve lítið þarf að vaska upp. Þessi kjúklingur er ofur einfaldur og mjög djúsí! Ég… Lesa meira

  • Hollt og súper einfalt súkkulaðismjör

    Börnin mín elska að fá súkkulaðismjör á brauð þegar þau vilja dekur um helgar. Mig langaði að finna leið til að gefa þeim þetta dekur oftar og jafnvel gera það hollt. Þessi uppskrift varð því til og fær… Lesa meira

  • Stökkt banana- og kókosgranóla

    Ég les utan á allar umbúðir áður en ég ég kaupi matvæli þar sem oftar en ekki er búið að stútfylla þau af aukaefnum, svo þetta er nánast ekki matur lengur heldur iðnaðarvara. Ég forðast til dæmis að kaupa… Lesa meira

  • Núðlusúpa og hrísgrjónavefjur

    Bergrún Mist Jóhannesdóttir er mikill matgæðingur og finnst gaman að prófa sig áfram með létta og holla rétti. Við hjá EatRVK rákumst á grunsamlega girnilegar myndir frá henni á vefnum og fengum leyfi til að deila þessari snilld… Lesa meira

  • Kjötzza – brauðlaus pizza

    Ég elska ítalskan mat en eins og margir mætti ég alveg minnka við mig kolvetnin. Því fékk ég fiðring í magann þegar ég rakst á uppskrift frá þokkagyðjunni Nigellu af brauðlausri pizzu sem hún kallar kjötzzu. Ég breytti… Lesa meira

  • Límonaði í sumarskapi – fyrir börnin eða fullorðna

    Þetta einfalda límonaði er dásamlega bragðgott. Það er sniðugt í barnaafmælið, fyrir fullorðna sem sumarkokteill eða bara til að dekra við bragðlaukana.

  • Risarækjupasta sem gleður í sólinni

    Ljúffengt og bragðmikið pasta sem er einstaklega fljótgert og kemur manni í sannkallað sumarskap. Best er að drekka með þessu ljúffengt kalt hvítvín og dýfa brauði í sósuna.

  • Bakaður hafragrautur með hnetusmjöri

    Bakaður hafragrautur er tær snilld. Hann er einfaldur, fljótlegur og góður í nesti. Ég geri hann helst sem hádegismat á sunnudögum í möffinsformum til að setja svo í nestisboxin hjá fjölskyldunni í vinnuvikunni þegar lítill tími er til… Lesa meira

  • Brjálæðislega einfalt Oreo konfekt

    Þessi uppskrift er fljótleg og það má vel leika sér með hana, breyta og bæta, t.d. með því að nota aðrar tegundir af Oreo kexi. Ég hef til dæmis notað Oreo kex með berjakremi sem var dásemd og… Lesa meira

  • Bragðmiklar ítalskar kjötbollur

    Ég elska ítalskan mat og sérstaklega kjötbollur. Ég hef reglulega breytt uppskriftinni en hér er hún loks fullkomnuð. Bragðmikil með vott af basil, sítrónuberki og furuhnetum. Eintóm sæla – fitulitlar og próteinríkar kjötbollur! Gott rauðvín er einnig must! Með… Lesa meira

  • Klassísk kjötsúpa – Minni sóun

    Klassísk kjötsúpa er matarmikil og full af grænmeti og kjöti. Súpan þarf ekki að kosta mikið en er alltaf jafn vinsæl hjá öllum aldurshópum. Ég notaði tækifærið í Minni sóun átakinu mínu þegar ég sá lambalærissneiðar á tilboði… Lesa meira

  • Hnausþykkur súkkulaðisjeik

    Sjúklega góður og hnausþykkur súkkulaðisjeik fyrir tvo. Eina leiðin til að meika ískalda dimma morgna. Ég er einföld sál og hreinlega hendist fram úr rúminu við tilhugsunina um þessa dásemd!

  • Nicecream hreinsun!

    Hver elskar ekki Nicecream? Hnausþykkan ís úr frosnum ávöxtum? Ji minn eini, ég gæti borðað þessa dásemd í öll mál! Mér datt í hug að setja saman matseðil fyrir hreinsandi Nicecream dag. Það má vel lengja hreinsunina í þrjá… Lesa meira

  • Ljúffeng eplapæja – Minni sóun

    Áfram heldur Minni Sóun átakið mitt þar sem ég leitast við að elda eða baka úr hráefni sem nálgast síðasta söludag. Ég er haldin miklu eplakökublæti en mér leiðist hvað epli eru gjarnan í minnihluta í eplakökuuppskriftum. Ég… Lesa meira

  • Magnaður morgundrykkur

    Þessi dásamlega uppskrift kemur frá Sæunni Ingibjörgu Marinósdóttur en hún heldur úti síðunni Hugmyndir að hollustu. Sæunn galdrar þar fram skemmtilega og næringarríka rétti en hún er hafsjór af hugmyndum og fróðleik. Ég rakst á góðan pistil um… Lesa meira

  • Sumarlegt kartöflusalat

    Nú fara dagarnir að verða lengri og þá er um að gera að skella grillinu út. Þetta dásamlega kartöflusalat klikkar aldrei og er hreinlega gott með öllu.  Páskagestirnir sem fengu það vildu jafnvel bara borða það eintómt. Ég… Lesa meira

  • Besta bananabrauðið – Minni sóun

    Þetta bananabrauð er sætt, mjúkt og saðsamt. Ekki skemmir fyrir hversu fljótlegt það er. Ég baka það gjarnan þegar ég á brúna og slappa banana sem ég vil nýta en ég hef verið að reyna að stuðla að minni… Lesa meira

  • Verslaðu í matinn fyrir minna!

    Dagsetningarsnobbið! Ég versla mikið í Nettó úti á Granda en ég bý þar rétt hjá. Ætli ég hafi ekki tekið ástfóstri við verslunina þegar ég var ólétt fyrir tveimur árum. Versluninn er nefnilega opinn allan sólahringinn og einhvern… Lesa meira

  • Kalkúnasalat með dásamlegri dressingu

    Þetta salat er í miklu uppáhaldi og ég geri það gjarnan úr afgangskalkún, til dæmis á jólum og páskum, en einmitt þá er gjarnan búið að borða yfir sig af feitum sósum og súkkulaði og gott að fá… Lesa meira

  • Kókos- og bláberjasæla

    Ég er með æði fyrir þessari bláberjahamingjubombu og drekk hana alla morgna um þessar mundir. Drykkurinn er ekki síðri en bláberjasjeik í ísbúð, ég segi ykkur það satt! Nammigott kallar dóttir mín hann. Og ekki lýgur barnið!

  • Pönnukökur með ristuðu kókos

    Um daginn var ég að skoða uppskriftir og sá þá kókosuppskrift sem minnti mig á þessar dásamlegu pönnukökur sem ég gerði fyrir nokkrum árum og hafði hreinlega gleymt.  Það er alltaf gaman að grafa upp gamlar gersemar og… Lesa meira

  • Undurfagrir hlutir í eldhúsið

    Ég hef mikla ánægju af því að hafa fallegt í kringum mig. Ferskar kryddjurtir í eldhúsglugganum og gott ilmkerti sem dæmi gera ansi mikið fyrir heimilið. Eftir að hafa legið heima í flensu og faðmað fartölvuna er ég… Lesa meira

  • Argentínsk kjötsósa – eða marinering

    Þessi sósa er mikil snilld og algjör klassík. Mörg afbrigði eru til af henni en hér er hún nokkuð klassísk. Hún er sérstaklega góð með grilluðu kjöti en einnig er hægt að blanda saman við hana meiru af ólífuolíu og… Lesa meira

  • Fiskfélagið – kurteis hamborgari og tjúllaður túnfiskur

    Við stelpurnar á EatRVK gerðum okkar glaðan dag fyrir skemmstu og skelltum okkur á Fiskfélagið sem hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds hádegisstöðum en humarsalatið þar (ég sleppi því að láta djúpsteikja humarinn) er óviðjafnanlegt. Jafnvel fullkomið!… Lesa meira

  • Sítrónukaka með glassúr – hvað eru mörg s í því?

    Um daginn rakst ég á dýrðlegar lífrænar sítrónur sem minntu mig á sumar og sól. Þær voru svo dásamlega fallegar og páskagular. Ég á heila bók með sítrónuuppskriftum. Þetta er bara byrjunin á sítrónublæti mínu og ó maður… Lesa meira

  • Vegan-matseðill Íslandsmeistara

    Systurnar Hildur Sif Hauksdóttir sálfræðinemi og Jóna Kristín Hauksdóttir hagfræðingur eru konurnar á bak við vefinn vegan.fitness sem notið hefur mikilla vinsælda. Báðar spila þær knattspyrnu með Íslandsmeisturum Breiðabliks og eru miklir matgæðingar en þær systur eru báðar vegan.  „Fyrir um það… Lesa meira

  • Laxamús handa litlum krílum

    Að velja barni sínu holla og næringarríka fæðu er mikilvægt verkefni og um leið (oftast) skemmtilegt. Barnið er að átta sig á hinum ýmsu áferðum og brögðum og viðbrögðin eru oft á tíðum skrautleg. Ég hef ansi oft… Lesa meira

  • Langar þig í ástfangið léttvín?

    Við stelpurnar á EatRVK elskum léttvín og okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að prufa ný vín. Tommasi hefur verið í miklu uppáhaldi upp á síðkastið en við elskum allar Ítalíu og nánast allt sem kemur þaðan. Við rákumst á… Lesa meira

  • Kasjúkonfekt

    Konfekt er lífið! Þessir molar eru í hollari kantinum og eru einstaklega bragðgóðir og þá er gott að útbúa og eiga í kæli þegar gesti ber að garði eða almenn leiðindi hellast yfir mann!

  • Hvert skal fara á Food and Fun?

    Jæja elskurnar, nú er komið að því! Food and fun helgin er að detta inn og enn er eitthvað um laus borð. Fjölmargir staðir taka þátt og ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá… Lesa meira

  • Ítalskar samlokur með hráskinku

    Þessar samlokur eru í miklu uppáhaldi í bústaðarferðum fjölskyldunnar. Þær hentar líka vel á veisluborð eða sem forréttur. Hugmyndin kemur frá Ítalíu þar sem piadinur eru vinsæll réttur en piadinur eru ítalskar samlokur úr þunnum hveitikökum með girnilegu áleggi…. Lesa meira

  • Besta hamborgarasósan

    Sumar sósur eru einfaldlega þannig að mann langar til að setja þær á allt lífið. Þessi er pottþétt þar og passar með grilluðum fiski, svínakjöti, hamborgara eða kjúklingi. Nánast hverju sem er.

  • Forréttur á fimm mínútum

    Síðustu daga hefur flensupúkinn verið að herja á fjölskylduna og því lítill tími til að leika sér í eldhúsinu. Ég fékk skemmtilega gesti og vildi hafa góðan en einfaldan forrétt og datt í hug að kaupa brenndar fíkjur sem ég… Lesa meira

  • Súkkulaði Chia-grautur

    Þessi grautur er frábær sem millimál, kvöldnasl eða morgunmatur. Chia fræin eru mjög næringarík og stútfull af hollri fitu og þú finnur lítið fyrir „slím“ áferðinni sem stuðar marga í þessari samsetningu.

  • Quesadillas með túnfisk, kóríander, maís og láperu

    Ég les matreiðslubækur eins og spennusögur. Jii, hvaða krydd skyldi koma í þetta partý? Hvað er í sósunni?? Er ekkert kóríander?! Hringið í nágrannann, það er ekki til hveiti! En án gríns þá á ég erfitt með að… Lesa meira

  • Bestu húðskrúbbarnir koma úr eldhúsinu

    Ég er mjög hrifin af því að nota sem mest af snyrtivörum úr eldhúsinu. Ef þú mátt borða það sem þú notar á kroppinn segir það sig sjálft að varan er ekki stútfullaf kemískum aukaefnum. Þessir skrúbbar eru… Lesa meira

  • New York múffur með karmellutoppi

    Í einni af heimsóknum mínum til New York fékk ég bestu múffur sem ég hef fengið. Þær voru sætar og bragðmiklar með karamellukeim sem ég get ekki gleymt. Þar sem ég gat ekki fengið uppskriftina hef ég verið að… Lesa meira

  • Námskeið í sykurlausum eftirréttum eða ?

    Við hjá EatRVK ætlum að standa fyrir skemmtilegu námskeiði á næstunni. Hjálpaðu okkur að velja námskeiðið með því að taka þátt í könnuninni hér að neðan! (Sérðu ekki könnunina? Hún birtist því miður ekki í snjalltækjum. Endilega kíktu á… Lesa meira

  • Fljótlegt flatbrauð frá J. Oliver

    Flatbrauð er skemmtileg tilbreyting frá þykku búðarbrauði. Þú getur haft kökurnar mjög þunnar og notað þær sem vefjur eða sett pizzakrydd og notað kökurnar sem botn undir flatbrauðspizzur. Það er til dæmis mjög gott að setja pestó, tómata,… Lesa meira

  • Brauð og bragðmikið álegg

    Þessa baunaídýfu hef ég of gert fyrir matarboð en hana mætti án efa einnig nota í vefjur með salati. Það tekur engan tíma að útbúa hana en hún er skemmtileg tilbreyting frá hummus.        

  • Sykurlaust döðlugott

      Ég bauð ykkur að „skora“ á okkur hjá EatRVK með því að senda okkur uppáhalds sykruðu uppskriftina ykkar og við myndum „afsykra“ hana. Döðlugott var sú fyrsta sem varð fyrir valinu en við birtum uppskrift af slíkri… Lesa meira

  • Persnesk eggaldinkæfa

    Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari og vinkona mín bauð okkur Kalla í mat í síðustu viku. Íris var um árabil gift írönskum manni og lærði að elda persnenskan mat eins og innfædd. Þvílík veisla sem manneskjan getur töfrað fram! Persneskur… Lesa meira

  • Lax með hnetukurli og basil

    Fylgifiskar eru dásamleg fiskbúð þar sem metnaður og matarást geislar af hverju starfsmanni. Ég elska fisk og elda fisk að lágmarki tvisvar í viku. Einkaþjálfarinn minn fyrrum (hann dó ekki – ég flutti bara og fór í aðra… Lesa meira

  • Æðislegir íspinnar á einni mínútu!

    Þessir pinnar eru mjög frískandi, sætir og góðir. Við dóttir mín stútum stundum tveimur í röð ef við erum í stuði. Það besta er að þeir eru mjög hollir og innihalda örfáar hitaeiningar en mikla hamingju! Ekki skemmir… Lesa meira

  • Hafrakoddar með hnetusmjöri og heitt kakó

    Ég kalla þessar elskur hafrakodda því ólíkt flestum klöttum eða hafrakökum eru þeir dúnmjúkir. Koddarnir bera með sér hnetusmjörskeim í bland við rúsínur og gleði. Góðir með morgunkaffibollanum og veita staðgóðar trefjar, holla fitu og orku inn í… Lesa meira

  • Kókostoppar með límónu

    Á stóru heimili er ekki alltaf mikill tími til að dúlla sér í eldhúsinu. Því elska ég að gera uppskriftir sem taka lítinn tími og auðvelt er að gera kvöldið áður. Þessir kókostoppar voru gerðir fyrir mág minn… Lesa meira

  • Heimagert hóstasaft

    Ég hef alltaf verið hrifin af öllu sem maður getur gert sjálfur og er án aukaefna. Þetta hóstasaft er einfalt og heiðarlegt. Saftinn slær á hósta og róar háls og er kærkomin vinur í flensufaraldrinum sem nú reikar…. Lesa meira

  • Orkuboltar – aðeins 3 hráefni

    Þessir klikka ekki! Dísætir og góðir og stútfullir af hollri fitu og orku. Það er mjög auðvelt að gera þessar bolta og þeir eru sérstaklega góðir sem millimál, í nestisboxið eða bara eftir matinn. Krökkunum finnst líka gaman… Lesa meira

  • Þrír skotheldir kokteilar

    Mér finnst alltaf virkilega smart að fá kokteil eða fordrykk þegar ég mæti í boð. Sérstaklega drykk sem ég er ekki vön að blanda sjálf. Einfaldur matur verður mun hátíðlegri og íburðarmeiri ef hent er í einn kokteil… Lesa meira

  • Andasalat með volgum perum

    Þetta litríka andarsalat er stútfullt af hollustu og slær alltaf í gegn með góðu vínglasi. Ef þú vilt flýta fyrir þér er hægt að kaupa heila foreldaða önd. Þessi uppskrift er fyrir fjóra sem aðalréttur. Volgar perur, stökkt granatepli,… Lesa meira

  • Bláberja „nicecream“

    „Nicecream“ eða rjómalaus ís sem gerður er úr frosnum ávöxtunum er einstaklega bragðgott millimál eða sem eftirréttur. Ekki er verra að börnin elska bragðmikinn og sætan ísinn. Ef þú átt ekki öflugan blandara á borð við Vitamix er… Lesa meira

  • Græna bomban

    Ég byrja alla daga á þessum drykk. Kroppurinn blómstar ef hann færi einn grænan á dag. Svo er þetta líka svo bragðgott og fljótlegt. Jummí! Ég gerir gjarnan tvöfalda uppskrift og öll fjölskyldan drekkur þetta á morgnanna. 

  • Tveggja sósu vegan-lasagna

    Ég hef verið að prófa mig áfram með vegan uppskriftir. Síðastliðinn miðvikudag var ég með snapchat-ið fyrir Veganúar og því var kominn tími til að girða sig í brók og græja eitthvað hrikalega djúsí – án allra dýraafurða. Niðustaðan… Lesa meira

  • Súkkulaði kínóakúlur

    Þessar kúlur eru svo góðar að ég verð hálffúl ef einhver kemur í kaffi og ég þarf að deila þessum elskum. Þær eru mjög bragðmiklar og kínóapuffsið getur þeim skemmtilega áferð. Þeir sem elska „kökudeigs“ sælgæti og ís… Lesa meira

  • Heimagert súkkulaði

    Þessir molar eru mjög fljótlegir og koma skemmtilega á óvart. Þeir eru ekki dísætir eins og venjulegt konfekt en duga vel ef þig langar í eitthvað sætt með kaffinu. Mér finnst ósköp gott að fylla þá líka með… Lesa meira

  • Peruþeytingur skv. læknisráði!

    Bókin Hreint mataræði eftir Dr. Alejandro Junger hefur farið sigurför um heiminn. Hérlendis eru margir að detoxa samkvæmt bókinni og Ásdís grasalæknir hefur stútfyllt námskeið eftir námskeið þar sem hún kennir hreinsanir byggðar á bókinni. Ég er aðeins… Lesa meira

  • Hnetusmjörs- og súkkulaði-„nicecream“

    „Nicecream“ eða rjómalaus ís gerður úr frosnum ávöxtum hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Uppistaðan er yfirleitt frosnir bananar þó vissulega megi nota aðra ávexti. Hér kemur ein dúndurgóð uppskrift af hollari ís sem svíkur þó engan…. Lesa meira

  • Gulrótar- og blómkálssúpa

    Heilsuhjúkkan okkar hún Ásthildur deilir hér með okkur frábærri og meinhollri súpuuppskrift. Þessi passar vel í hreinsun/detox, sem léttur kvölverður eða hádeigisverður til að kippa með í vinnuna.

  • Brownies með saltri karamellu

    Í þessum syndsamlega góðu bitum er allt sem mér finnst gott í kökum. Suðusúkkulaði, sölt karamella og pekanhnetur. Þessar elskur stoppa stutt við og ég er ansi oft beðin um uppskriftina. Það þarf ekkert að ræða þessar elskur neitt… Lesa meira

  • Bakaður ostur með hráskinku og döðlum

    Eitt sinn fórum við systurnar út að borða og fengum okkur svipaðann rétt og þennan í forrétt. Við erum svo búnar að vera finna hina fullkomnu samsetningu og útfærslu á réttinum og þetta er sú sem okkur finnst… Lesa meira

  • Detox planið í heild sinni

    Vegna fjölda fyrirspurna er hér komið detox planið í heild sinni. Aðlagið það endilega að ykkar eigin þörfum og passið að þetta snýst um að borða nóg – en hreint og hollt! Gangi ykkur vel!  Velkomin(n) í 7… Lesa meira

  • Ferskt og gott baunasalat

    Þetta salat er skemmtileg tilbreyting frá túnfisk og rækjusalati. Best er að borða það með góðu hrökkbrauði eða setja það í pítu ásamt spínati eða öðru salati.

  • Klikkuð kókosmjólk

    Þessi mjólk er í miklu uppáhaldi. Ég bý hana gjarnan til handa dóttur minni eða þegar ég er í hreinsun/detoxi. Góða kókosmjólk til drykkjar má vissulega kaupa í fernum en með þessa elsku, þá veit ég nákvæmlega hvað… Lesa meira

  • Hægelduð papriku- og tómatsúpa

    Þessi súpa er án allra aukaefna og hentar fræbærlega í hreinsun (detox),  handa litlum krílum eða til að frysta og kippa með í vinnuna. Svo er um að gera að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum.

  • Millimál detoxarans

    Að detoxa getur verið hundleiðinlegt og jafnvel vikuhreinsun getur virðst heilt ár enda er verið að kveðja marga ansi ávanabindandi vini sína. Þar sem við hjá Eat erum nú að standa fyrir vikulangri janúar-hreinsun ásamt hátt í 1000… Lesa meira

  • Fylltir tómatar

    Ég elska fyllta tómata og geri þá nánast aldrei eins, heldur nota það sem er í ísskápnum hverju sinni. Aðal málið er að kaupa nokkuð stinna tómata og afhýða þá fyrir bakstur. Þegar ég ætla að djúsa þá… Lesa meira

  • Dásamlegir Kasjú-kókos molar

    Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vilja hollara nammi, en þessir molar hafa verið í vinnslu hjá mér og nú eru þeir loksins orðnir fullkomnir. Ég verð að viðurkenna að þessir stoppa stutt í ísskápnum.

  • Velkomin(n) í 7 daga detox!

    Látum kroppinn blómstra! Næstu 7 dagar verða erfiðir en ekki óþolandi. Þú átt aldrei að þurfa upplifa hungur. Við erum að telja innihaldsefni, ekki hitaeiningar. Því minna sem maturinn er „unninn“ (þ.e. eldaður) því betra. Þú sníður því hreinsunina… Lesa meira

  • Sæt möndlumjólk

    Þessi mjólk er fljótleg og mjög bragðgóð. Ekki skemmir fyrir að í hana þarftu aðeins tvö innihaldsefni auk vatns. Ef þú átt aðrar hnetur svo sem hesilhnetur er tilvalið að nota þær eða jafnvel bæði möndlur og hesilhnetur…. Lesa meira

  • Kókos og möndlu drykkur

    Ég er að reyna venja mig á að fá mér hollan og góðan drykk á morgnana, þessi drykkur minnir á sjeik og því gott að gera hann á morgnanna, og þá upplagt að bæta við einu skoti af… Lesa meira

  • Hrökkbrauð sem allir geta gert

    Þetta hrökkbrauð er dásamlegt að gera þar sem það er mjög einfalt, tekur ekki langan tíma og úr einni uppskrift fær maður dágóðan skammt. Ég nota það gjarnan með salötum eða ostum, borða það eitt og sér sem… Lesa meira

  • Appelsínu hrásúkkulaði

    Ég elska súkkulaði eins og hefur sést á holdarfari mínu í gegnum árin. Þetta langa ástarsamband mitt við súkkulaði hefur stundum læðst aftan að mér og því ákvað ég að mastera sykurlaust hrásúkkulaði. Það er engu að síður… Lesa meira

  • Magnað mangósalsa

    Ég á í mjög góðu sambandi við þetta góðgæti og vil helst borða það með öllu. Grilluðum lax, kjúklingi eða fylltri papriku og góðu salati. Toppurinn er samt að bjóða upp á þetta hnossgæti með mexíkósku kjötbökunni hennar… Lesa meira

  • Detoxtilboð á Vitamix fyrir lesendur

    Kælitækni býður lesendum EatRVK.com rokkstjörnublandarann Vitamix á sérstöku detox tilboði í janúar eða með 32.499 króna afslætti auk þess sem tveir Thermos brúsar fylgja. Brúsarnir eru með vatnsteljara. Blandarinn seldist upp fyrir jól en er nú kominn aftur…. Lesa meira

  • Kjúklingaspjót með sítrónugrasi

    Ásthildur heilsuhjúkka heldur áfram að töfra í Hollandi. Nú deilir hún með okkur bragðmiklum kjúklingarétt sem fer vel með kroppinn. Kíkið endilega á síðuna hennar Áshildar hér.     

  • 7 daga detox! Við byrjum 13. janúar!

    Nú eru margir að vakna upp við uppþembu, þrota, almenna fitu og sljóleika, þreytu og aðra fylgikvilla ofáts yfir hátíðirnar. Nú eða bara alls ekki – en þú gætir samt viljað taka aðeins til í kroppnum og hreinsa… Lesa meira

  • Detox-súpa grasalæknisins

    Ásdís Einarsdóttir grasalæknir er mörgum kunn fyrir heilsusamleg afrek sín en hún kennir reglulega námskeið, rekur sína eigin stofu og miðlar heilsumætti jurta um víðan völl. Ásdís er mikil talskona þess að hreinsa líkaman reglulega en á fimmtudaginn verður… Lesa meira

  • Silkimjúk berjabomba

    Ég elska ostakökur og ferskar berjatertur. Sérstaklega með glasi af köldu ávaxtaríku hvítvíni eða rjúkandi kaffibolla. Þessi terta er ein af mínum uppáhalds og hefur verið í þróun um langt skeið. Þrátt fyrir að vera sykurlaus er þessi elska… Lesa meira

  • Pönnukökur heilsu­hjúkkunnar

    Ásthildur Björnsdóttir einkaþjálfari, hjúkrunarkona og matgæðingur er í miklu uppáhaldi hjá mér en hún heldur úti síðunni Matur milli mála. Hún mun deila með okkur góðum uppskriftum næstu vikuna en janúar verður sannkölluð heilsuveisla hér á EatRVK. Ásthildur er einstkalega… Lesa meira

  • Humarpizza með grænkáli og eplum

    Ég elska humarpizzu en finnst oft vanta smá kikk í þær sem fást á veitingarhúsum. Um tíma bauð 101 Hótel upp á skemmtilega útgáfu af humarpizzu með ísbúa og grænum eplum. Síðan ég smakkaði hana hefur mér fundist humarpizzur… Lesa meira

  • Gulrótar-, sætkartöflu- og eplamús

      Dóttir mín er hálfgerður áferðarálfur þegar kemur að mat og þolir illa tilviljunarkennda bita. Því freistast ég oft til að nota töfrasprotann og mauka matinn en lauma svo stærri bitum inn á milli. Stundum lætur hún það ekki pirra… Lesa meira

  • Dagur Blóðugrar Maríu

    Í dag, 1. janúar, er alþjóðlegur dagur Blóðugrar Maríu eða Bloody Mary sem er ansi vinsæll kokteill, þó einkum gegn þynnku. Ég heyrði eitt sinn barþjón lýsa drykknum sem „pizzu í glasi“. Ég lét því tilleiðast og smakkaði… Lesa meira

  • Trönuberjasósa sem slær í gegn

    Trönuberjasósa er nauðsynleg með góðum kalkún eða öðrum veislumat, það verður allt svo fallegt á disknum þegar þessi dásamlega rauða sósa er sett á diskinn. Þessi sósa er hrikalega einföld og alveg unaðslega góð og svo er ekki… Lesa meira

  • Heimatilbúin klakaskál

    Við Kalli maðurinn minn fórum í matarboð til gamals skólafélaga hans um daginn. Þetta fólk hafði ég aldrei hitt áður og vissi því ekkert á hverju var von. Sláturkeppir og hvítvín? Eða tofu og mysa?   Ó mæ. Þau hittu… Lesa meira

  • Svart­bauna­borgari með sól­kjarna­majó

    Halldór Steinsson er matreiðslumaður á Náttúrulækningastofnuninni í Hveragerði. Maturinn sem borin er þar á borð er sannkallað lostæti sem fer vel í líkama og sál. Ég hef lengi haldið því fram að þarna sé einn besti salatbar landsins… Lesa meira

  • Rauðrófu og bláberjabomba!

    Það er meira en að segja það að reyna að borða meira grænmeti. Og þá helst fyrripart dags þar sem flestir borða grænmeti með hádegis og/eða kvöldverðinum. Ég er því að reyna að venja mig á að setja… Lesa meira

  • Jólakokteill með piparkökusýrópi

    Það er alltaf gaman að bjóða uppá nýjan kokteil og hér er jólakokteill sem er svo sannarlega góður, en það besta við hann er sýrópið sem sett er útí freyðivínið!!!!  Það er hægt að nota sýrópið á margt,… Lesa meira

  • Svona tekur þú fullkomnar matarmyndir

    Fellexandro Ruby er ungur matarbloggari frá Jakarta sem slegið hefur í gegn með ómótstæðilegum matarmyndum og umfjöllun sinni en hann bloggar undir nafninu Wanderbites. Nú fimm árum eftir fyrstu bloggfærsluna myndar hann fyrir marga vinsælustu veitingastaði heims og heldur námskeið… Lesa meira

  • Kínóaskál Sollu á Gló

    Kínóaskál með kóríander og kasjúsósu Sollu á Gló þarf ekki að kynna. Hún er ekki aðeins brosmildasta og jákvæðasta kona landsins heldur er hún einn helsti hráfæðis og heilsufrömuður Íslands. Og í raun er Ísland ekkert samasem merki…. Lesa meira

  • Engifer smákökur

    Þessi uppskrift er dásamleg að öllu leyti fyrir upptekna foreldra. Uppskriftin er einföld og ríkuleg svo nóg verður til af smákökum fyrir börnin og vini þeirra. Bragðgóðar eru þær að sjálfsögðu og lyktin sem fyllir húsið er ómótstæðileg!… Lesa meira

  • Smjörkaramellu-, lakkrís- og döðlubitar!

    Þessir bitar eru stökkir, dísætir og fljótlegir í gerð. En athugið þetta gotterí er mjög sætt. Maðurinn minn elskar þá sem fær mig til að efast um að hann sé í raun 42 ára! Í bitana nota ég… Lesa meira

  • Sykur- og glútenlausir kornfleksbitar

    Mig langaði að gera hollari útgáfu af kornflekskökum í konfekt stærð. Þessir molar heppnuðust prýðisvel og hef ég gert þá nokkrum sinnum í desember. Eða þú veist tvisvar. Eða þrisvar. Allavega. Það komu gestir! Sykurfíkilinn systir mín er sólgin í… Lesa meira

  • Sykurlausar kókoskúlur

    Þessar elskur eru allt í senn; sætar, áferðargóðar og saltar! Jafnvel matvönd börn og fúlir bankastarfsmenn slafra þessu í sig með bros á vör. Sykurlausar kókoskúlur 2 dl hreint kakó (ósætt) 2 tsk vanilla eða vanilludropar 2 dl… Lesa meira

  • Skíðakakó

    Þessi drykkur er gjarnan kallaður Skíðakakó þar sem hann er einstaklega vinsæll í skíðaferðum erlendis og þá helst í Austurríki en hann inniheldur austurrískt romm. Ég á eftir að gerast svo fræg að skíða niður erlendar hlíðar í… Lesa meira

  • Súkkulaði­námskeið með Brad Pitt

    Ég skellti mér á frábært konfektnámskeið um daginn hjá Nóa Siríus. Þar sýndu og kenndu Axel Þorsteinsson (e.þ.s. hinn íslenski Brad Pitt) og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir, konditorar hvernig gera á konfekt á einfaldan hátt. Þetta var vel skipulagt… Lesa meira

  • Hátíðleg fiskisúpa

    Að troða sig út af sætmeti og reyktu keti getur til lengdar reynst erfitt andlega og líkamlega. Fiskisúpa er prýðismatur, holl og létt í maga og ekki síður hátíðleg en spikfeitt svín. Ekki hika við að bjóða upp á… Lesa meira

  • Heimagerðar gjafir

    Ég hafði fengið upp í kok af klósett- og jóla­pappírssölu til styrktar tómstundaferðum sona minna. Svuntan var því rifin upp og töfraðar fram dásamlegar möndlur sem seldust upp á mettíma. Ég prufa reglulega eitthvað nýtt. Þessar uppskriftir eru… Lesa meira

  • Jólagjafir handa gourmetfólkinu!

    Við þekkjum flest einhvern sem segist ekki vanta neitt – eða hreinlega á nánast allt til alls. Þá er sniðugt að spila inn á bragðlaukana.  Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að jólagjöfum handa gourmetfólkinu. Fæstir fá nóg af… Lesa meira

  • Stevíustubbar

    Þessar smákökur eru í hollari kantinum en svíkja engan. Eintóm hamingja og ekkert samviskubit, það er að segja ef þú getur takmarkað neysluna við tvö stykki á dag. Gangi þér vel með það. Stevíustubbar Þú ræður hvort þú… Lesa meira

  • Hollt og heilnæmt konfekt!

    Fátt er betra en súkkulaði sem þú getur borðað án þess að fyllast af sálarangist og samviskubiti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og þú þart ekki að gráta í tvo tíma í sturtu með vírbursta þó þú… Lesa meira

  • Hin eina sanna salsasósa

    Ég elska mexíkóskan mat og er eiginlega á því að allt með salsasósu sé gott. Þessi uppskrift er frá Lucas Keller en þessa sósu geri ég reglulega og á oftast inni í ísskáp. Dásamlegt með kjúklingasalati, eggjaköku, taco eða quesadillas,… Lesa meira

  • Amerískar pönnukökur

    Við vinkonurnar elskum bröns og notum gjarnan helgarnar til að hittast ásamt mökum og börnum. Brönsinn þarf ekki að vera flókinn og oft á tíðum hittumst við á veitingastöðum sem bjóða upp á góðan bröns eða dögurð eins… Lesa meira

  • Graskersravioli með salvíusmjörsósu

    Grasker eru vanmetið hráefni sem gaman er að leika sér með. Lucas á Coocoo’s Nest er mikill meistari þegar kemur að því að nota fá hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Hér gefur hann okkur uppskrift af… Lesa meira

  • Veisluhumar með kóríander

    Ég var einu sinni stödd í dásamlegu brúðkaupi þar sem boðið var upp á grillaðan humar. Ég bjóst við hinum klassíska hvítlaukshumri en þar fékk ég kóríanderhumar og eftir það hef ég sjaldan notað hvítlauk á humar. Mér… Lesa meira

  • Reffilegt rabarbara- og jarðaberjasíróp

    Þetta síróp er dásamlega einfalt og er gott yfir jógúrt, ísinn, í sódavatn eða í mojito. Hægt er að leika sér með hlutföll og gerð ávexta. Ég hef til dæmis gert þetta með jarðarberjum, basil og límónusafa sem… Lesa meira

  • Spergilkáls spagettí

    Þetta heilnæma og litfagra pasta kemur frá Lucas Keller matreiðslumanni en hann lærði matreiðslu á Ítalíu og er mikill meistari í pastagerð. Hann kennir einnig reglulega pastagerð í Salt Eldhúsi og á og rekur veitingarhúsið The Coocoo’s Nest… Lesa meira

  • Fljótandi geðheilsa

    Þegar ég hef átt erfiðan dag, góðan dag eða bara dag (þó ekki þegar kennsla er daginn eftir) finnst mér dásamlegt að fá mér einn Aperol Spritz til að gleðja geð og bragðlauka. Þennan drykk kynnti systir mín… Lesa meira

  • Grenjandi gott andasalat

    Ég fer allavega einu sinni í viku út að borða. Það er einn kostur þess að búa í miðbænum. Fjöldi dásamlegra morgunverðar-, hádegis- og kvöldverðarstaða klípa mig í nefið daglega á ferð minni um miðborgina. Ég fæ reglulega… Lesa meira

  • Jarðarberjafylltar múffur

    Það er alltaf gaman að baka nýjar og öðruvísi múffur. Ég mæli með að prufa sig áfram með sultur í þessari uppskrift. Mér finnst berjasultur bestar og í þetta sinn notaði ég jarðarberja- og rabarbarasultu sem ég gerði… Lesa meira

  • Rjómaostafyllt konfekt

    Ég hef verið að leika mér með þessa uppskrift og er þessi moli kominn í uppáhald. Það er auðveldlega hægt að breyta fyllingunni eftir smekk. Það er til dæmis hægt að setja líkjör, appelsínubörk eða myntu essens. Gott… Lesa meira

  • Chiagrautur sem allir elska!

    Þessi grautur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Hann er æðislegur sem morgunverður, millimál eða eftirréttur í miðri viku. Ég geri grautinn alltaf i krukku sem gerir það auðvelt að hafa hann í töskunni sem handhægt millimál…. Lesa meira